Kominn með sex mörk í síðustu tíu

Viðar Ari Jónsson í leik með Sandefjord.
Viðar Ari Jónsson í leik með Sandefjord. Ljósmynd/Sandefjord

Viðar Ari Jónsson heldur áfram að gera það gott í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en hann gerði sitt sjötta mark í síðustu tíu leikjum og áttunda mark á tímabilinu er hann skoraði annað mark Sandefjord í 3:0-sigri á Vålerenga á heimavelli.

Viðar er að eiga sitt langbesta tímabil en hann hafði samtals aðeins skorað fjögur mörk í atvinnumennsku fyrir yfirstandandi tímabil. Sandefjord er í tíunda sæti deildarinnar með 24 stig. Viðar Örn Kjartansson spilaði fyrstu 78 mínúturnar með Vålerenga sem er í áttunda sæti með 26 stig.

Alfons Sampsted var í byrjunarliði Bodø/Glimt í 1:1-jafntefli á heimavelli gegn Odds. Alfons var tekinn af velli í uppbótartíma. Liðið er í öðru sæti með 35 stig.

Þá lék Ari Leifsson allan leikinn fyrir Stromsgodset í 1:2-tapi á heimavelli gegn Kristiansund. Valdimar Þór Ingimundarson kom inn á sem varamaður á 80. mínútu hjá Stromsgodset en Brynjólfur Willumsson var ekki í leikmannahópi Kristiansund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert