Valkyrjurnar ávarpa fjölmiðla: Tíðinda að vænta

Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir munu ávarpa …
Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir munu ávarpa fjölmiðla á eftir. mbl.is/Eyþór

For­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins munu ávarpa fjöl­miðla klukk­an 17.15 á stutt­um blaðamanna­fundi á Alþingi. 

Að sögn aðstoðarmanna formann­anna er tíðinda að vænta frá for­mönn­un­um um stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðurn­ar sem hafa verið í gangi á milli flokk­anna síðan 3. des­em­ber. 

Kristrún Frosta­dótt­ir, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir og Inga Sæ­land byrjuðu að funda klukk­an 15.30 en greint hef­ur verið frá að unnið var áfram í dag að skrifa stjórn­arsátt­mála nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. 

Að sögn Ingi­leif­ar Friðriks­dótt­ur, aðstoðar­manns Þor­gerðar Katrín­ar, gekk sú vinna vel þegar mbl.is náði af henni tali fyrr í dag. 

Þá var mögu­lega ein­hverra tíðinda að vænta um hvenær stjórn­arsátt­mál­inn yrði kynnt­ur. 

Frétt­in hef­ur upp­færð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert