Nálgast topp K2 óðfluga

Mynd sem Mingma birti á Facebook í morgun en leiðangur …
Mynd sem Mingma birti á Facebook í morgun en leiðangur hans á aðeins 200 metra ófarna á topp K2. Skjáskot af Facebook-síðu Mingma

Nepalski fjallagarp­ur­inn Mingma, ásamt fleiri Nepölum, nálgast nú óðfluga tind K2 en þeir eiga aðeins 200 metra ófarna á toppinn samkvæmt færslu Nims á Facebook upp úr klukkan 8 í morgun.

Ef þeim tekst ætlunarverkið verða þeir fyrstir til þess að klífa K2 að vetrarlagi en John Snorri Sig­ur­jóns­son fjall­göngumaður komst í þriðju búðir á K2 í gær ásamt Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali, feðgun­um sem fylgja hon­um. John Snorri grein­ir frá þessu á Face­book.

Á Facebook-síðu Mingma kemur fram að fyrsti leiðangur hans á fjall sem er meira en átta þúsund metrar að hæð hafi verið á Mt. Manaslu en hann hóf fjallamennsku árið 2006.
Hann hefur klifið Everest fimm sinnum, tvisvar norðan megin og þrisvar sunnan megin. Hann hefur tvisvar náð að standa á toppi K2 en auk þess hefur hann klifið Mt. Kanchenjunga (8.586 m), Lhotse (8.516 m), Makalu (8.463 m), ChoOyu (8.201 m), Dhaulagiri (8.167 m) auk þess að standa á tindi Mt. Manaslu fjórum sinnum, einu sinni á Nanga Parbat (8.125 m), Annapurna (8.091 m), Gasherbrum-I (8.068 m), Broad Peak (8.047 m), Gasherbrum-II (8.035 m).

Hér er hægt að lesa nánar um Mingma en fréttin hefur verið leiðrétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert