Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Norskt fjárfestingarfélag seldi í Arnarlaxi fyrir 1.800 milljónir: Hlutabréfin hafa tífaldast í verði

Stærsti hlut­hafi Arn­ar­lax á Bíldu­dal greindi frá því í morg­un að hluta­fjáraukn­ing í fé­lag­inu hefði geng­ið von­um fram­ar. Norskt fjár­fest­ing­ar­fé­lag seldi sig út úr fyr­ir­tæk­inu með mikl­um hagn­aði. Svo virð­ist sem sama sag­an sé að end­ur­taka sig á Ís­landi og í Nor­egi á sín­um tíma þar sem ís­lenska rík­ið átt­ar sig ekki á mark­aðsvirði lax­eld­is­leyfa og gef­ur þessi gæði sem svo ganga kaup­um og söl­um fyr­ir met­fé.

Norskt fjárfestingarfélag seldi í Arnarlaxi fyrir 1.800 milljónir: Hlutabréfin hafa tífaldast í verði
Stjórnvöld töldu ekki að laxeldisleyfin væru verðmæti Norska blaðakonan Kjersti Sandvik lýsir því í bók sinni um laxeldið í Noregi hvernig yfirvöld þar í landi töldu lengi vel að laxeldisleyfin í landinu hefðu ekki markaðsvirði. Þetta eru gæðin sem norsk fyrirtæki fjárfesta nú í dýrum dómum í Arnarlaxi. Mynd: Úr einkasafni

Norska fjárfestingarfélagið Pactum AS seldi hlutabréf í íslenska laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi á Bíldudal fyrir tæplega 1.800 milljónir króna. Félagið seldi hlutabréfin á genginu 115 norskar krónur en keypti bréf í félaginu á genginu 10 árið 2016.

Þetta var sama ár og Arnarlax keypti rekstur laxeldisfyrirtækisins Fjarðalax og margfaldaði umsvif sín í laxeldi á Vestfjörðum. Arnarlax hefur nú yfir að ráða 25.200 tonn laxeldiskvóta á Vestfjörðum og hefur sótt um 15 þúsund tonna framleiðslukvóta til viðbótar. 

Fjárfesting félagsins í Arnarlaxi hefur því tífaldast á einungis fjórum árum þrátt fyrir að Arnarlax sé ennþá í uppbyggingarfasa sem fyrirtæki, hafi nær alltaf skilað tapi og aldrei greitt út arð til hluthafa sinna. 

 Ástæðan fyrir þessari miklu hækkun á verðmati markaðarins á hlutabréfum í Arnarlaxi eru þau framleiðsluleyfi í laxeldi upp á rúmlega 25 þúsund tonn sem Arnarlax hefur tryggt sér á Íslandi á liðnum árum. Einnig möguleiki félagsins á enn frekari stækkun um 15.000 tonn á næstunni auk þeirrar uppbyggingar sem hluthafar félagsins, meðal annars Pactum, hafa staðið að með fjárfestingu í félaginu. 

Þegar hlutabréfaverðið var 10Hlutabréfaverðið í Arnarlaxi var 10 norskar krónur á hlut í lok árs 2016 en er nú 115 eftir hlutafjáraukningar og fjárfestingar í félaginu, sem og aukna eftirspurn eftir ódýrum laxeldisleyfum utan Noregs. Myndin er úr ársreikningi móðurfélags Arnarlax 2016.

Þessar upplýsingar um verð hlutabréfanna í Arnarlaxi  koma fram í ársreikningum norska móðurfélags Arnarlax árið 2016, árið sem Pactum AS kom inn í hluthafahóp Arnarlax, sem og í tilkynningu til norsku kauphallarinnar í morgun frá stærsta hluthafa félagsins, Salmar As.  Móðurfélag Arnarlax heitir Icelandic Salmon AS en hét áður Arnarlax AS. 

Áttu hlut upp á 3,3 milljarða

Pactum AS hefur síðastliðin ár verið næst stærsti hluthafi Arnarlax með 6,8 prósenta hlut, einungis Salmar AS er stærri með 59,4 prósent. Pactum AS selur nú hins vegar milljón hluti í félaginu og heldur eftir tæplega 826 þúsund hlutum, minna en helmingi af því sem félagið átti fyrir. 

Fyrir söluna nú átti Pactum AS hlutabréf í Arnarlaxi fyrirt tæplega 210 milljónir norskra króna eða tæplega 3,3 milljarða króna miðað við að gengið á bréfunum sé 115 norskar krónur. 

Keyptu rúm 9 prósent

Í ársreikningi Arnarlax AS, sem í dag heitir Icelandic Salmon AS, árið 2016 kemur fram að Pactum AS hafi átt 9,2 prósenta hlut í félaginu það ár. Salmar átti þá 68,5 prósent hlut í félaginu. Þessi hlutur Pactum AS var metinn á rúmlega 15 milljónir norskra króna, tæplega 202 milljónir króna á gengi þessu tíma. 

Pactum hefur hagnast vel á ArnarlaxNorska fjárfestingarfélagið Pactum AS, þar sem Pål M. Reed er stjórnarformaður, hefur ávaxtað aur sinn vel í Arnarlaxi.

Síðan þá hafa vitanlega átt sér stað hlutafjáraukningar í Arnarlaxi, meðal annars 2,6 milljarða hlutafjárinnspýtingu árið 2018, sem hafa ýtt undir verðmæti hlutabréfanna og verðhækkun þeirra. Þessi mikla hækkun á hlutabréfaverðinu skýrist hins vegar fyrst og fremst af væntingum til Arnarlax og framtíðar þess, sem meðal annars má sjá á því að hlutabréfaverðið í fyrirtækinu hefur ríflega tvöfaldast á einu og hálfu ári.

Ástæðan fyrir þessu er að veruleg eftirspurn er eftir hlutabréfum í laxeldisfyrirtækjum sem ekki eru of dýr. Þetta er vegna þess að hlutabréfaverð laxeldisfyrirtækja í Noregi eru hátt verðlögð vegna þess að þar í landi átta menn sig á þeim verðmætum sem felast í þessum fyrirtækjum þar sem laxeldisleyfin ganga kaupum og sölum á háu verði og þau eru orðin að takmarkaðri auðlind. 

Norska ríkið skildi ekki að eldisleyfin væru markaðsvara

Þetta vita Norðmenn í dag en það tók þá tíma að átta sig á þeim gríðarlegu verðmætum sem felast í eldisleyfunum.

Þessi saga er rakin í bók norsku blaðakonunnar Kjersti Sandvik, Undir yfirborðinu, sem út kom í íslenskri þýðingu fyrr á árinu.

„Stjórnvöld höfðu um margra ára skeið haldið því fram laxeldisleyfin hefðu ekkert markaðsvirði í sjálfum sér“

Um þetta segir meðal annars í bókinni, þegar því er lýst að yfirvöld skildu þetta ekki til að byrja með þegar laxeldi í sjókvíum hófst af fullum krafti í Noregi á áttunda áratugnum: „Stjórnsýslan, sem átti að hafa eftirlit með fiskeldinu, var sammála þeim sem réðu för í ríkisstjórn. Norska Fiskistofan hélt því blákalt fram að viðskipti með eldisleyfi væri fyrirbæri sem þekktist ekki. Og á meðan stjórnvöld sátu þarna í afneitun með leppa fyrir augum þróaðist raunverulegur markaður fyrir fiskeldisleyfin. Um leið var grafið undan möguleikunum á að stýra atvinnuveginum með úthlutun eldisleyfa. Seinna meir, þegar stjórnvöld urðu hvort eð er að viðurkenna að menn væru farnir að braska með eldisleyfin fyrir geysiháar fjárhæðir, fóru þau að innheimta gjald fyrir útgefin leyfi sem rynni til ríkisins. Þegar ljóst varð að eldisleyfin voru gulls ígildi varð mjög brýnt að lögfesta skýrar reglur um það hverjir skyldu fá þann einstaka og eftirsótta rétt sem fólst í því að fá leyfi til að framleiða lax í norskum fjörðum. Það átti eftir að koma á daginn að mjög erfitt varð fyrir norsk stjórnvöld að höndla þessi mál með viðunandi hætti.“

Norðmenn áttuðu sig á því á endanum að laxeldisleyfin sem ríkið hafði að stóru leyti gefið lengi vel voru helstu eignir laxeldisfyrirtækjanna. Í kjölfarið, eftir því sem færri og færri ný leyfi voru gefin út, hóf norska ríkið að selja þessi takmörkuðu gæði til hæstbjóðenda á uppboðum og er þetta hátturinn sem hafður er á í dag þegar ríkuð gefur út ný leyfi. 

Ísland er hins vegar að feta í sömu fótspor og Norðmenn á sínum tíma þar sem ríkið gefur fyrirtækjum laxeldisleyfin og hluthafar þeirra geta svo selt þessi réttindi fyrir háar fjárhæðir og innleyst mikinn hagnað eins og Pactum AS gerir nú til dæmis þegar Arnarlax sækir sér nýa hluthafa og nýtt hlutafé.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

„Þetta er stríð og við teljum okkur geta unnið það“
ViðtalLaxeldi

„Þetta er stríð og við telj­um okk­ur geta unn­ið það“

Yvon Chouin­ard, stofn­andi fatafram­leið­and­ans Patagonia, ræð­ir um ára­tuga tengsl sín við Ís­land og bar­átt­una gegn sjókvía­eldi á eld­islaxi hér á landi. Patagonia frum­sýndi ný­ver­ið mynd um sjókvía­eld­ið á Ís­landi. Yvon er bjart­sýnn á að sjókvía­eld­ið verði bann­að á Ís­landi þar sem ís­lensk­ir kjós­end­ur séu vel upp­lýst­ir og taki mark á vís­ind­um.
Arctic Fish segir að faraldur laxalúsar hafi leitt til slysasleppingar hjá fyrirtækinu
FréttirLaxeldi

Arctic Fish seg­ir að far­ald­ur laxal­ús­ar hafi leitt til slysaslepp­ing­ar hjá fyr­ir­tæk­inu

Nýj­ar skýr­ing­ar en áð­ur hafa kom­ið fram á slysaslepp­ing­unni hjá lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Arctic Fish er að finna í árs­reikn­ingi þess fyr­ir síð­asta ár. Þar seg­ir að lúsafar­ald­ur hjá fyr­ir­tæk­inu hafi leitt til þess að eld­islax­ar sluppu úr sjókví fyr­ir­tæk­is­ins. For­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Stein Ove-Tveiten seg­ir að laxal­ús­in sé ekki bein ástæða fyr­ir slysaslepp­ing­unni held­ur und­ir­liggj­andi ástæða.

Mest lesið

Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
4
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Heimilið er að koma aftur í tísku
5
Innlit

Heim­il­ið er að koma aft­ur í tísku

Í Hús­stjórn­ar­skól­an­um í Reykja­vík fá nem­end­ur tæki­færi til að læra allt sem við kem­ur því að reka heim­ili, auk þess sem þau læra hannyrð­ir. Kenn­ar­ar í skól­an­um segja hann frá­bær­an und­ir­bún­ing fyr­ir líf­ið en flest­ir nem­end­ur eru um tví­tugs­ald­ur­inn. Þá eru kenn­ar­arn­ir sam­mála um að hrað­inn í sam­fé­lag­inu sé orð­in mik­ill og þá sé fátt betra en að hægja á sér inni á heim­il­inu og sinna áhuga­mál­um sín­um og sér í leið­inni.
Upp á (þing)pallinn - Greifi á Alþingi
6
Helgi skoðar heiminn

Upp á (þing)pall­inn - Greifi á Al­þingi

Bassa­leik­ari hinn­ar goð­sagnak­endu sveit­ar Greif­anna, er einn af þing­vörð­um Al­þing­is. Jón Ingi Valdi­mars­son hef­ur gegnt starf­inu í sjö ár og þyk­ir gera það með sóma. Viddi, æsku­vin­ur hans og Greifi, seg­ir fáa betri drengi til en Jón. Fjöru­tíu ár eru síð­an hljóm­sveit­in var stofn­uð, kom sá og sigr­aði. Af­gang­inn skrifa menn um í sögu­bók­um. Hef­ur ekki áhrif á hæfi Bald­urs Þór­halls­son­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
8
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Ármann um Ortus: „Hef aldrei gætt neinna annarra hagsmuna en bankans“
10
Fréttir

Ár­mann um Ort­us: „Hef aldrei gætt neinna annarra hags­muna en bank­ans“

Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku banka, seg­ist hafa selt hluta­bréf sín í breska fast­eigna­fé­lag­inu Ort­us til Stoða ár­ið 2018. Tveim­ur ár­um síð­ar komu Stoð­ir inn í hlut­hafa­hóp Kviku og Ár­mann kom að því sem stjórn­andi hjá Kviku að kaupa hluta­bréf­in í Ort­us til baka af Stoð­um á upp­sprengdu verði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
2
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
8
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
4
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
9
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár