Apple semur um málalok

Apple var sakað um að hafa farið með rangfærslur.
Apple var sakað um að hafa farið með rangfærslur. AFP

Tæknirisinn Apple hefur samþykkt að greiða 113 milljónir bandaríkjadala til fjölda ríkja Bandaríkjanna, fyrir að hafa hægt á eldri gerðum iPhone-síma til að stýra rafmagnsnotkun þeirra.

Upphæðin skiptist á milli Kaliforníu og 33 annarra ríkja samkvæmt yfirlýsingu frá dómsmálaráðherra ríkisins, Xavier Becerra.

Apple var sakað um að hafa farið með rangfærslur um rafhlöður símanna og stýrikerfisuppfærslur sem takmörkuðu reiknigetu í þeim tilgangi að stýra ónógu afli rafhlaðna, að því er segir í yfirlýsingu Becerra.

iPhone 6 og 7

„Apple hélt eftir upplýsingum um rafhlöðurnar þeirra sem hægðu á getu iPhone-símanna, á sama tíma og þau leyndu því í formi uppfærslna.“

Sagði hann þessa hegðun koma illa við veski neytenda og að þeir eigi erfiðara með að taka upplýsta ákvörðun um kaup.

Kvartanirnar sneru að iPhone-símum af gerðinni 6 og 7. Apple hefur ekki gefið neitt út um samkomulagið við ríkin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK