Breyttar takmarkanir kynntar eftir helgi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fengið minnisblað sóttvarnalæknis í hendur.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fengið minnisblað sóttvarnalæknis í hendur. mbl.is/Árni Sæberg

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað nýju minnisblaði til heilbrigðisráðherra með ráðleggingum um samkomutakmarkanir innanlands. Núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir út 5. maí.

Samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda er stefnt að 20 til 200 manna samkomutakmörkunum nú í byrjun maí, en miðað við núgildandi reglur eru mörkin 20.

Í samtali við mbl.is segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að hún muni nú leggjast yfir minnisblað Þórólfs og hafist verði handa við nýja reglugerð í ráðuneytinu á morgun. Hún vill ekki segja til um hvort landsmenn megi eiga von á tilslökunum eða að mestu óbreyttum reglum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert