fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Uppljóstrar einkaskilboðum formanns Landssambands lögreglumanna – „Niðurlægi þig ekki á opinberum vettvangi líkt og þú kaust að gera“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 24. október 2020 11:26

Snorr Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna - Mynd: Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fánamálið svokallaða fór eflaust ekki fram hjá mörgum í liðinni viku, en fjöldi fólks gagnrýndi þar lögregluþjón sem bar merki sem hafa verið tengd við nýnasisma og hvíta þjóðernishyggju. Einn þeirra var rithöfundurinn Halldór Högurður, sem var ansi harðorður í garð lögreglu og þá sérstaklega Snorra Magnússonar, formann Landssambands lögreglumanna.

Í gærkvöldi birti svo Halldór skjáskot á Facebook með einkaskilaboðum sem hann fékk send frá Snorra. Miðað við skjáskotið var Snorri á þeirri skoðun að Halldór hefði ekki átt að gagnrýna hann opinberlega, heldur hefði hann betur sent honum einkaskilaboð með gagnrýni sinni.

Skilaboðin sem Halldór birti í gærkvöldi eru eftirfarandi:

„Sæll Halldór Högurður!

Ég sá á kommenti frá þér á Snjáldrusíðunni (Facebook) að þér er eitthvað verulega uppsigað við mig og hlutverk mitt sem formanns Landssambands lögreglumanna!

Skil það reyndar alls ekki þar sem ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma gert nokkurn skapaðan hátt á þinn hlut eða hafa nokkurn tíma hitt þig í eigin persónu minn kæri!

Veit reyndar og heldur ekki til þess að þú hafir starfað að löggæslu eða yfir höfuð hafir nokkuð vit eða reynslu af þeim störfum.

Mér hefði þótt vænna um það minn kæri ef þér er svona svaðalega uppsigað við mig að þú hefðir rætt það við mig í eigin persónu líkt og ég ávarpa þig hér og nú – en það er hinsvegar og algerlega þitt mál.

Ef þú hefðir, minn kæri, haft samband við mig, líkt og ég geri gagnvart þér þar með þá einföldu virðingu og kurteisi að niðurlægja þig ekki á opinberum vettvangi líkt og þú kaust að gera gagnvart mér þá hefði mögulega verið komist hjá innihaldslitlu og -fáfróðu innleggi þínu á Snjáldursíðunni.

Það er augljóst mál minn kæri – enn og aftur og algerlega þitt mál – að þú hafur aldrei þurft að standa fyrir máli, eða vera í forsvari fyrir og eða verja rétt og eða réttindi annara með lögum!

Ég sýni þér hér þá virðingu að ræða þessi mál beint við þig – nokkuð sem þú sýndir mér ekki aður en þú réðst fram á ritvöll Snjáldursíðunnar!

Það er afar dapurlegt, minn kæri, að lesa innihalds- og röklausar athugasemdir á borð við þær sem þú leyfðir þér að leggja á alnetið í tengslum við þetta svokallaða „fánamál“ en þú verður hinsvegar að eiga það einn og sjálfur við sjálfan þig og þína eigin samvisku.

Gangi þér allt í haginn og megi þér vegna vel í þínu lífi.

Kveðja.

Snorri Magnússon.“

Kallar Snorra „fasistabullu“

Ásamt skjáskoti sínu birti Halldór eisnkonar svar við þessum skilaboðum Snorra á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að hann líti á skilaboð Snorra sem næstum/gervi-hótun. Svo skýtur Halldór rækilega á formanninn, kallar hann fasistabullu, veltir því fyrir sér hvort hann hafi farið í sama skóla og „leynilögga Samherja“ og stingur upp á því að hann finni sér sárabindi frá Ku Klux Klan.

„Það virðist sem formaður landssambands lögreglumanna hafi farið í sama skóla og leynilögga Samherja. Ekki raskar það ró minni þó einhver fasistabulla setjist niður til að senda mér næstumhótun, mér finnst það bara sorglegt fyrir hæfa aðila innan lögreglu að hafa valið til forsvara fyrir sig svona andlegan eftirbát sem veður upp virðingarstigann óboðinn og kallar mig „sinn kæra“ það er nefnilega þannig að vini velur maður og ég er lítt fyrir að skrapa botn vitsmunatunnunnar eftir vinum.

Það þarf alveg sérstaka tegund ídjóts til að leggja vinnu í það að hamra gervihótun með tveimur vísifingrum til sér betra fólks, slompaður af annað hvort heimadrykkju eða takmörkuðu blóðstreymi um höfuð.

Það er ekki beint merki um að vera starfi vaxinn að þola ekki að fólk hafi skoðun á því sem maður lætur frá sér opinberlega, ef vesalings maðurinn er svona hörundsár þá væri ráð fyrir hann að kanna hvort ekki sé hægt að fá Aloa Vera sárabindi frá Ku Klux Klan.

Það sem formanni Landsambands Lögreglumanna finnst kalla á að senda mér persónulega skilaboð er þetta: Einhverjir innan lögreglu hafa tjáð sig af yfirvegun og skynsemi en þá mættir þessi mannvitsbrekka á Hindenburg loftfarinu með alla vasa fulla af Grýtueldspítunum varasömu.

Lukkulega mun ég aldrei stíga á íslenska grund aftur því ég er nokk viss um að ég yrði sprautulakkaður svartur og í framhaldi skotinn af sjálfum formanninum og Anítu aría.“

https://www.facebook.com/dorinn/posts/10221106757650375

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki