Hríðarveður og slæmt skyggni

Búast má við verra skyggni en því sem sést á …
Búast má við verra skyggni en því sem sést á myndinni á Öxnadalsheiði í nótt og fyrramálið. Ljósmynd/Vegagerðin

Vegfarendum norðan- og austanlands er bent á að í nótt og fyrramálið má reikna með hríðarveðri og slæmu skyggni frá Skagafirði og austur á Möðrudalsöræfi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar.

Hvasst verður frá Öræfum og austur á Reyðarfjörð í nótt og fyrramálið og staðbundnar hviður 35-40 m/s. Þá er gert ráð fyrir því að færð spillist síðar í dag vegna snjó­komu inn til lands­ins. 

Í kvöld og nótt geng­ur í norðvest­an 15-23 m/​s aust­an til á land­inu og þá dreg­ur úr úr­komu sunn­an­lands. Minnk­andi norðlæg átt og áfram rign­ing eða snjó­koma um landið norðan­vert á morg­un, en þurrt að kalla sunn­an heiða. Norðan­gola eða -kaldi og úr­komum­inna síðdeg­is,“ seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka