Handbolti

Gísli Þor­geir öflugur í stór­sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gísli Þorgeir átti að venju góðan leik.
Gísli Þorgeir átti að venju góðan leik. Getty Images

Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er Þýskalandsmeistarar Magdeburg unnu góðan sigur í úrvalsdeildinni í handbolta þar í landi. Ómar Ingi Magnússon er enn fjarri góðu gamni.

Gísli Þorgeir skoraði sex mörk í níu marka sigri á Hamm-Westfalen. Sóknarleikur beggja liða var stirður í fyrri hálfleik en heimamenn í Hamm-Westfalen skoruðu aðeins 8 mörk á fyrstu 30 mínútum leiksins.

Fór það að endingu svo að Magdeburg vann þægilega níu marka útisigur, lokatölur 27-36. Sem stendur eru meistararnir í 4. sæti deildarinnar með 35 stig að loknum 22 leikjum eða fjórum stigum minna en topplið Füchse Berlin sem hefur leikið leik meira.

Þá voru tveir íslenskir landsliðsmenn á ferðinni í fjögurra marka tapi MT Melsungen gegn Kiel, lokatölur þar 19-23. Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu á meðan Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark.

Melsungen er í 12. sæti með 20 stig að loknum 23 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×