Flestar koma þær frá ÍBV

Eyjakonur fagna marki í Bestu deild kvenna í sumar.
Eyjakonur fagna marki í Bestu deild kvenna í sumar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Liðin tíu, sem skipa Bestu deild kvenna í fótbolta árið 2022, notuðu 205 leikmenn í fyrstu tíu umferðum Íslandsmótsins. Þar af fengu 170 leikmenn að spila einn eða fleiri leiki í byrjunarliði en 35 komu við sögu sem varamenn í einum eða fleiri leikjum.

Af þessum 205 leikmönnum eru 77 uppaldir hjá viðkomandi félagi. Af þeim fengu 53 tækifæri í byrjunarliði uppeldisfélagsins í fyrstu tíu umferðunum en 24 komu inn á sem varamenn.

* ÍBV hefur alið upp flesta leikmenn sem nú spila í deildinni, 15 talsins. Tólf þeirra léku með liðinu í fyrstu tíu umferðunum, átta þeirra í byrjunarliði, og þá leika Eyjakonurnar Clara Sigurðardóttir með Breiðabliki, Elísa Viðarsdóttir með Val og Sóley Guðmundsdóttir með Stjörnunni.

Allar tólf íslensku konurnar, sem hafa spilað með ÍBV á tímabilinu, eru uppaldar hjá félaginu en hinar níu, sem hafa komið við sögu á tímabilinu, koma erlendis frá.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag og þar má sjá hvernig öll liðin í Bestu deild kvenna eru samsett og hvaðan þeirra leikmenn koma

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert