fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
433Sport

Alfreð og Guðlaugur fallnir úr efstu deild í Belgíu – Freyr og félagar eiga möguleika

Victor Pálsson
Sunnudaginn 5. maí 2024 19:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson og þeirra liðsfélagar í Eupen í Belgíu eru fallnir úr efstu deild þar í landi eftir tap gegn Kortrijk í dag.

Um var að ræða gríðarlega mikilvægan leik fyrir bæði lið en Freyr Alexandersson er þjálfari Kortrijk sem vann 1-0 sigur.

Guðlaugur lék allan leikinn fyrir Eupen í tapinu en Alfreð er frá þessa stundina vegna meiðsla.

Eftir tapið er Eupen með 25 stig og er á botni fallriðilsins og getur ekki náð Kortrijk er ein umferð er eftir.

Kortrijk er að sama skapi einu stigi á undan RWDM fyrir lokaumferðina og er gríðarlega mikið undir í þeim leik.

Kortrijk er eins og staðan er í umspilssæti um að halda sætinu í efstu deild en RWDM getur enn náð liðinu ef illa fer í næstu umferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tvö stórlið á Ítalíu vilja kaupa Greenwood í sumar

Tvö stórlið á Ítalíu vilja kaupa Greenwood í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sakaður um að hafa dópað og nauðgað konu – Þarf að hitta geðlækni

Sakaður um að hafa dópað og nauðgað konu – Þarf að hitta geðlækni
433Sport
Í gær

Slokknað í áhuga Real Madrid sem snýr sér að öðrum bakverði

Slokknað í áhuga Real Madrid sem snýr sér að öðrum bakverði
433Sport
Í gær

Hart strax búinn að landa starfi eftir ferilinn

Hart strax búinn að landa starfi eftir ferilinn