Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Telja að samþjöppun valds innan Seðlabankans kunni að vera varhugaverð

Al­þingi ákvað, er ver­ið var að sam­eina Seðla­bank­ann og Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, að láta seðla­banka­stjóra ekki leiða fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd bank­ans, m.a. vegna mögu­legr­ar orð­sporðs­áhættu. Nú stend­ur til að breyta því. Í um­ræð­um um þær breyt­ing­ar kom til tals hvort slíkt feli í sér sam­þjöpp­un valds og hvort það kunni að vera var­huga­vert.

Telja að samþjöppun valds innan Seðlabankans kunni að vera varhugaverð
Formaður Verði frumvarpið að lögum mun Ásgeir Jónsson verða formaður í öllum þremur fastanefndum Seðlabanka Íslands. Mynd: Davíð Þór

Sérfræðingar innan lífeyrissjóðakerfisins virðast almennt ekki vera með afgerandi skoðanir á frumvarpi sem breytir lögum um Seðlabanka Íslands á þann veg að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri taki við formennsku í fjármálaeftirlitsnefnd bankans. „Þó þykir rétt að benda á að við umræður um frumvarpið kom til tals hvort frumvarpið kunni að fela í sér hættu á samþjöppun valds en líkt og alkunna er kann slíkt að vera varhugavert.“ 

Þetta kemur fram í umsögn Landssamtaka lífeyrissjóða um frumvarpið, en lífeyrissjóðir landsins eru langstærstu fjárfestar landsins. 

Formennska í umræddri nefnd hefur verið í höndum Unnar Gunn­ars­dóttur vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­eft­ir­lits frá því Seðla­bank­inn tók við eft­ir­liti með fjár­mála­starf­semi í árs­byrjun 2020. Unnur greindi frá því í upphafi árs að hún hafi beðist lausnar frá embættinu. Hún mun láta af störfum í byrjun maí, en hún hefur stýrt Fjármálaeftirlitinu frá 2012. 

Seðlabankastjóri fer þegar með formennsku í öðrum nefndum bank­ans, pen­inga­stefnu­nefnd og fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd. 

Varað við orðsporsáhættu

Lögum var breytt árið 2019 svo hægt yrði að ráðast í sameiningu Seðlabankans við Fjármálaeftirlitið. Í upphaflegu frumvarpi þess efnis var gert ráð fyrir að seðla­banka­stjóri færi einnig með for­mennsku í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­inni, en því var breytt í með­förum Alþingis árið 2019.

Í nefnd­ar­á­liti á Alþingi á þeim tíma var breyt­ingin rök­studd þannig að með henni væri verið að reyna að draga úr orð­spors­á­hættu, sem rýrt gæti trú­verð­ug­leika Seðla­bank­ans og haft nei­kvæð áhrif á starf­semi hans á öðrum svið­um, auk þess sem þetta væri gert til að milda áhrif þeirrar miklu sam­þjöpp­unar valds sem fælist í sam­ein­ingu Seðla­bank­ans og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði þrjá aðila í úttektarnefnd árið 2021 til að fara yfir reynsl­una af starfi nefnda Seðla­bank­ans á árunum 2020 og 2021. Sú nefnd skilaði skýrslu í nóvember 2021 þar sem hún mælti meðal annars með því að Ásgeir myndi einnig fara með formennsku í fjármálaeftirlitsnefnd, líkt og hinum nefndunum. Í skýrslunni sagði meðal annars: „Mis­mun­andi for­mennska býr til flækju­stig og það gerir einnig hið marg­brotna fram­sal valds og hin lag­skipta stjórn­sýsla sem búin er til í kringum eft­ir­lits­verk­efni innan sömu stofn­un­ar­inn­ar.“

Í skýrslu nefnd­ar­innar kom einnig fram að áhyggjur sem settar voru fram á þingi af orð­spors­á­hættu fyrir Seðla­bank­ann vegna setu seðla­banka­stjóra í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd virð­ast hafa verið ýkt­ar. Í við­tölum nefnd­ar­innar við aðila innan og utan Seðla­bank­ans kom fram að Seðla­bank­inn myndi „í raun aldrei sleppa við gagn­rýni eða óánægju með fjár­mála­eft­ir­lits­starf­sem­ina þótt ákvarð­anir séu teknar án þátt­töku banka­stjór­ans“.

Spurningar um hvernig úttekt miðar

Í umsögn Landssamtaka lífeyrissjóða er áréttað að samtökin hafi ekki tekið afgerandi afstöðu til málsins, heldur sé um vangaveltur að ræða í umsögn þess. Þar segir að vaknað hafi spurningar í tengslum við það að forsætisráðherra hafi skipað þrjá óháða sérfræðinga á sviði peninga- og fjármálahagfræði og fjármálaeftirlits til að gera á því úttekt hvernig Seðlabanka íslands hafi tekist að uppfylla markmið um stöðugt verðlag, fjármálastöðugleika og framkvæmd fjármálaeftirlits, en samkvæmt ákvæðinu ber við þá úttekt jafnframt að líta til annarra þátta í starfsemi bankans, svo sem skipulags, verkaskiptingar og valdsviðs.

Samtökin segja að þeim sé kunnugt um að nokkrir lífeyrissjóðir hafi síðastliðið haust fengið boð um að senda fulltrúa sína á fund þeirra sérfræðinga sem forsætisráðherra fól umrædda úttekt. „Samhengisins vegna vaknar sú spurning hvernig úttektinni miðar og hvenær þess megi vænta að niðurstöður liggi fyrir. Megi vænta niðurstaðna úttektarinnar á næstunni kann þar eitthvað að koma fram sem nýst getur við mat á því hvernig best verði vandað til þeirra þátta sem varða skipulag, verkaskiptingu og valdsviðs í starfsemi bankans.“

Telja rétt að gera nokkrar athugasemdir

Seðlabankinn skilaði líka umsögn um frumvarpið fyrr í þessum mánuði, sem Ásgeir Jónsson skrifar sjálfur undir. Þar kemur fram að bankinn styðji frumvarpið en að hann telji rétt að gera nokkrar athugasemdir. Sú helsta er við tillögur um að Seðlabankinn eigi að gefa fjármálaeftirlitsnefnd tækifæri til að koma að ábendingum og athugasemdum áður en teknar eru ákvarðanir í ákveðnum málum. Það telur Ásgeir ekki vera í samræmi við þá afmörkun sem gerð var varðandi ákvarðanir sem nefndin eigi að taka. Vart sé hægt að ætlast til þess að fjármálaeftirlitsnefnd, með utanaðkomandi nefndarmenn innanborðs, geti tekið þátt í málsmeðferð í málum þar sem aðdragandi ákvörðunar hefur oft verið langur, magn gagna gríðarlegt og oft nauðsynlegt að taka ákvarðanir um einstaka þætti meðan á afgreiðslu stendur.

Þess í stað vill seðlabankastjóri að fjármálaeftirlitsnefnd verði einungis upplýst um ákvarðanir í málum sem snúa að ákvörðunum sem varða könnunar- og matsferli fjármálafyrirtækja sem teljast kerfislega mikilvæg, veitingu eða synjun starfsleyfis til eftirlitsskyldra aðila, afgreiðslu á tilkynningum um virka eignarhluti eftirlitsskyldra aðila og höfðun dómsmáls, áfrýjun eða kæru á niðurstöðu dómsmáls til æðri dómstóls í málefnum fjármálaeftirlits.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
5
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
9
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár