Fá skólann sinn aftur

Nemendur gæddu sér á ýmiss konar góðgæti á Heimkomuhátíð Hagaskóla.
Nemendur gæddu sér á ýmiss konar góðgæti á Heimkomuhátíð Hagaskóla. mbl.is/Eyþór Árnason

Haldin var svokölluð Heimkomuhátíð í Hagaskóla í gær til að bjóða nemendur velkomna í húsnæði skólans við Fornhaga eftir að hafa þurft að flakka á milli bráðabirgðahúsa í tæp tvö ár.

Haustið 2021 greindist mygla í meirihluta skólans, en síðan þá hefur aðeins verið pláss fyrir einn árgang í húsinu í senn. Er nú loks komin lausn á húsnæðisvanda skólans og héldu nemendurnir hátíð af því tilefni.

Salka Þorgerður Jóhannsdóttir Stelludóttir og Lovísa Rán Örvarsdóttir Thorarensen eru …
Salka Þorgerður Jóhannsdóttir Stelludóttir og Lovísa Rán Örvarsdóttir Thorarensen eru á meðal þeirra sem skipulögðu hátíðina. mbl.is/Eyþór Árnason

Mikið um að vera

Mikið líf og fjör var á skólalóðinni í gær, enda nóg af veitingum og afþreyingu. Var þar á meðal búið að setja upp draugahús, sjoppu og pizzastað. Að sögn Lovísu Ránar og Sölku Þorgerðar, nemenda í 10. bekk skólans, áttu kennararnir hugmyndina að hátíðinni en tíundubekkingar hafi skipulagt hana. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is/Eyþór Árnason
mbl.is/Eyþór Árnason
mbl.is/Eyþór Árnason
mbl.is/Eyþór Árnason
mbl.is/Eyþór Árnason
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert