Þetta var sálrænt hrun

José Mourinho áhyggjufullur í gær.
José Mourinho áhyggjufullur í gær. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri ítalska félagsins Roma, segir andlegt hrun hafa átt sér stað hjá lærisveinum sínum þegar liðið glutraði niður tveggja marka forystu á aðeins átta mínútna kafla og tapaði 3:4 fyrir Juventus í ítölsku A-deildinni í gær.

Staðan var 3:1, Roma í vil, eftir tæplega 70 mínútna leik en Juventus var skyndilega búið að jafna metin eftir 72 mínútur og skoraði Mattia de Sciglio sigurmarkið fimm mínútum síðar, á 77. mínútu.

„Við stóðum okkur mjög vel í 70 mínútur en eftir það átti sér stað sálrænt hrun.

Þegar maður er í vandræðum á maður að stíga upp og sýna úr hverju maður er gerður en það eru einstaklingar í búningsklefanum sem eru aðeins of indælir, aðeins of veikgeðja,“ sagði Mourinho í samtali við DAZN  eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert