Vonandi merki um að aðgerðirnar séu að skila árangri

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Aldrei hefur verið mikilvægara að við tökum öll höndum saman í þessu verkefni: Að ná stjórn á faraldrinum, ná smitunum niður og lágmarka þannig skaðann fyrir land og þjóð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í færslu á Facebook, þar sem hún fjallar um kórónuveirufaraldurinn. 

Hún bendir á, að í gær hafi 67 manns greinst með kórónuveirusmit en þar af hafi 50 verið í sóttkví.

„Vonandi er þetta merki um að þær hertu aðgerðir sem hófust fyrir 10 dögum séu að skila árangri. En við fáum líka þær sorglegu frèttir að einn hafi nú látist af völdum kórónuveirusmits á Landspítalanum í þessari bylgju faraldursins. Aldrei hefur verið mikilvægara að við tökum öll höndum saman í þessu verkefni: Að ná stjórn á faraldrinum, ná smitunum niður og làgmarka þannig skaðann fyrir land og þjóð,“ skrifar Katrín. 

„Við getum vænst þess að heilbrigðisràðherra muni framlengja hertar aðgerðir í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis þannig að þær standi næstu tvær til þrjár vikur. Gerum öll okkar besta, fylgjum reglum og pössum okkur eins vel og við getum - ekki bara fyrir okkur sjálf heldur fyrir okkur öll,“ skrifar hún ennfremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert