Mbappé kominn fram úr Pelé

Olivier Giroud sem kom Frökkum yfir í leiknum fagnar Kylian …
Olivier Giroud sem kom Frökkum yfir í leiknum fagnar Kylian Mbappé eftir markið í dag. AFP/Franck Fife

Kylian Mbappé náði að komast fram úr brasilísku knattspyrnugoðsögninni Pelé á einu sviði með marki sínu gegn Pólverjum í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar í dag.

Mbappé varð með þessu marki fyrstur til að skora átta mörk í lokakeppni heimsmeistaramóts  karla áður en hann verður 24 ára gamall.

Pelé náði að skora sjö mörk fyrir Brasilíu í lokakeppni HM áður en hann varð 24 ára. Þar af skoraði hann tvö í úrslitaleiknum gegn Svíum árið 1958, og sex alls í þeirri lokakeppni, þá aðeins 17 ára gamall.

Mbappé kom Frökkum í 2:0 á 74. mínútu í leiknum gegn Pólverjum.

Uppfært:
Mbappé skoraði aftur á 90. mínútu, stórglæsilegt mark, og er þar með búinn að skora níu mörk samtals á HM og er markahæstur á þessu móti með fimm mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert