Væri „dásamlegt“ að komast í meirihluta

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, segir daginn leggjast …
Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, segir daginn leggjast vel í sig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, segist hafa góða tilfinningu fyrir deginum. Kosningabaráttan hafi verið erfið en gengið vel.

„Þegar þú ert búinn að vinna svona vel og finnur svona góð viðbrögð þá er ekki annað hægt en að ganga bjartsýn inn í þennan dag,“ segir hún.

„Síðan er þetta náttúrulega bara svo óútreiknanlegt og það er ekki fyrr en farið er að koma upp úr kössunum sem að niðurstöður liggja fyrir. En ég hef góða tilfinningu, mér hefur liðið vel í þessari baráttu,“ bætir Kolbrún við.

Draumurinn að koma tveimur frambjóðendum í borgarstjórn

Kolbrún segir fyrsta markmið flokksins að komast inn í borgarstjórn. Draumurinn sé síðan að fá frambjóðanda nr. 2 inn á listann, hana Helgu Þórðardóttur, kennara á Barnaspítala Hringsins.

„Það er svona alveg toppurinn á tilverunni og svo þegar þangað er komið þá hver veit nema að það verði einhverjar breytingar í meirihlutanum og að Flokkur fólksins komist að borðinu. Það væri alveg dásamlegt því að þá fyrst erum við komin í stöðu til að virkilega reyna að koma okkar góðu málum í gegn og fá þau svona viðurkennd.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert