Fimm ættliðir á Winnipegvatni

Robert T., Chris og Joel Goodman leggja net sín skammt …
Robert T., Chris og Joel Goodman leggja net sín skammt frá Heclu-eyju, um 100 km fyrir norðan Gimli, og kanna hér ís og strauma. Ljósmyndir/Farapoint Films

Sýningar á kanadísku sjónvarpsþáttaröðinni „Ice Vikings“ eru hafnar á Nýja-Sjálandi og gert er ráð fyrir að þættirnir átta, sem hver um sig er um klukkutíma langur, verði sýndir á Norðurlöndum og víðar í Evrópu á næsta ári. Tökur á annarri röð átta þátta hófust nýverið, en í þeim er varpað ljósi á störf fiskimanna í fimm ættliði, ekki síst manna af íslenskum ættum, á Winnipegvatni í Manitoba í Kanada.

„Þetta er skemmtilegt verkefni,“ segir Robert. T. Kristjanson á Gimli, þekktasti fiskimaðurinn á vatninu. Hann var meðal annars sæmdur afmælisorðu Elísabetar II. Englandsdrottningar 2012 og 2018 fékk hann æðstu viðurkenningu sem veitt er í Manitoba, The Order of Manitoba, fyrir ævistarfið. Líf hans í nær 87 ár hefur að mestu verið á vatninu allan ársins hring og hann er enn að, fer næst á tökustaði með framleiðendum eftir helgi. „Við höfum kannað aðstæður og byrjum að veiða um leið og ísinn verður mannheldur.“

Á Winnipegvatni. Ekki er fyrir hvern sem er að stunda …
Á Winnipegvatni. Ekki er fyrir hvern sem er að stunda veiðarnar.

Erfiðar aðstæður

Farpoint Films í Winnipeg, sem var stofnað 2000 og er margverðlaunað á sínu sviði, framleiðir þættina í samvinnu við Viasat World, en Beyond Distribution sér um dreifingu þeirra. Fiskimönnunum er fylgt eftir þegar allra veðra er von, en Winnipegvatn er um 15.000 km² og 10. stærsta stöðuvatn heims, um 416 km langt og allt að 109 km breitt. Ted Kristjanson, faðir Roberts T. eða Bobbys eins og hann er kallaður, byrjaði 12 ára að veiða með föður sínum, sem fæddist á Íslandi og kom fimm ára til Nýja Íslands 1885.

„Áður fyrr, þegar við vorum með hvítfisksstöð, voru 180 hvítfisksbátar á norðurenda vatnsins,“ rifjaði hann upp við blaðamann fyrir um 20 árum. Nú eru leyfin 44 og ekki öll í notkun, hvað þá á ísnum á veturna, þegar frostið fer niður fyrir 50 gráður á Celcíus.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 20. nóvember. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert