Macron spáði hárrétt

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti. AFP/Ludovic Marin

Frakklandsforsetinn Emmanuel Macron spáði leik Frakklands og Póllands, í 16-liða úrslitum heimsmeistaramóts karla í fótbolta í Katar, hárrétt. Leiknum lauk með 3:1-sigri Frakka sem Macron hafði spáð. 

Ásamt því sagði Macron, í viðtali við Le Parisien, að Oliver Giroud og Kylian Mbappé myndu setja mörk fyrir franska liðið og að Robert Lewandowski myndi setja mark fyrir það pólska, sem gerðist einnig. 

Þetta var afar góð og nákvæm spá forsetans sem hlýtur að spá fyrir fleiri leikjum franska landsliðsins sem mætir annaðhvort Senegal eða Englandi í 8-liða úrslitum HM. 

Kylian Mbappe og Olivier Giroud settu mörk Frakka í sigrinum …
Kylian Mbappe og Olivier Giroud settu mörk Frakka í sigrinum í Póllandi í dag. AFP/Franck Fife
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert