fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Haukur og Bjarni voru vinir en mættust fyrir dómi í síðustu viku – Vinslit urðu vegna uppgjörsins á Akranesi

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 6. desember 2021 22:00

Vinslit Hauks og Bjarna má rekja til uppgjörsins á Akranesi - Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Haukur Þór Adolfsson og Bjarni Jónsson voru vinir en í janúar árið 2014 hófst upphafið að endalokum vinasambands þeirra. Það var þá sem Haukur lánaði Bjarna 8 milljónir króna í gegnum einkahlutafélagið Rosenberg. 

Þann 6. janúar árið 2014 millifærði Haukur 8.000.000 króna inn á bankareikning Bjarna. Sama dag millifærði Bjarni þá fjárhæði inn á bankareikning í eigu einkahlutafélags síns, Skarðseyrar, sem millifærði fjáræðina svo inn á annan bankareikning sem er í eigu einkahlutafélagsins Árnýjar.

Haukur lagði peninginn inn á Bjarna í þeirri trú að um lán væri að ræða. Lánið hafi átt að vera til skamms tíma en þó var enginn lánssamningur gerður né var samið um nein lánskjör. Haukur gekk ekki hart á eftir greiðslu fyrstu árin eftir lánið en þegar hann og Bjarni lentu í deilu vegna uppgjörs á byggingu fjölbýlishúss á Akranesi þá slitnaði upp úr vinskap þeirra. Félag Bjarna hafði staðið fyrir byggingunni en félag á vegum forsvarsmanns Hauks hafði tekið að sér verklegar framkvæmdir við bygginguna.

Haukur fær peninginn til baka eftir dómsmál

Eftir þetta ákvað Haukur að senda Bjarna áskorun um að greiða eða semja um skuldina, það er að segja þessar 8 milljónir sem hann lánaði honum árið 2014. Bjarni brást ekki við áskoruninni og sendi Haukur því aðra tilkynningu þann 22. júlí í fyrra og tilkynnti að skuldin væri fallin í gjalddaga. Þá skoraði hann á Bjarna að greiða skuldina ásamt áfallandi dráttarvöxtum að mánuði liðnum frá tilkynningunni.

Bjarni brást ekki við þessu og því taldi Haukur að nauðsyn væri að efna til málsóknar. Mál Rosenberg ehf. gegn Bjarna Jónssyni vegna skuldarinnar var höfðað í febrúar á þessu ári og var tekið til dóms þann 30. nóvember síðastliðinn.

Þar var Bjarna Jónssyni gert að greiða Rosenberg ehf. 8 milljónir króna með dráttarvöxtum. Þá var honum einnig gert að greiða Rosenberg 400 þúsund krónur í málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns