Fjölskyldan hafði ekki hundsvit á útvarpstækjum

Gamalgróið máltæki segir að kalt sé á toppnum og má …
Gamalgróið máltæki segir að kalt sé á toppnum og má líklega til sanns vegar færa eins og þessi mynd sýnir glöggt. Sigurður dyttar að búnaði sínum. Ljósmynd/Aðsend

„Ég vissi nátt­úru­lega ekk­ert af þess­ari orðuveit­ingu eða hvað til stæði, ég fékk bara sím­tal rétt fyr­ir jól og var spurður hvort ég væri á land­inu.“ Þetta seg­ir Sig­urður Harðar­son, raf­einda­virki og björg­un­ar­sveit­armaður, í sam­tali við mbl.is en Sig­urður var um ára­mót­in sæmd­ur fálka­orðunni fyr­ir óeig­in­gjörn störf sín í þágu þjóðar­inn­ar við að setja upp og hlúa að fjölda fjar­skipta­mann­virkja víða um land.

„Þetta var auðvitað gleðifrétt, þarna er verið að viður­kenna störf mín í þágu al­manna­heilla eins og það heit­ir held ég,“ seg­ir Sig­urður af fyrstu viðbrögðum sín­um við tíðind­un­um en störf hans á þess­um vett­vangi hafa að lang­mestu leyti verið sjálf­boðavinna í þágu björg­un­ar­sveita lands­ins en Sig­urður hef­ur verið fé­lagi í Flug­björg­un­ar­sveit­inni í Reykja­vík síðan 1962.

Mynda­taka og kampa­vín

„Þegar þetta var fyr­ir op­in­bera aðila fékk maður þó auðvitað greitt,“ seg­ir Sig­urður sem í 30 ár starf­rækti fyr­ir­tæki sem þjón­ustaði fjar­skipta­búnað og all­marg­ir les­enda ættu að hafa heyrt um en þar er auðvitað hin nafn­togaða Radíóþjón­usta Sigga Harðar sem var með um 80 pró­senta markaðshlut­deild fyr­ir fjar­skipti í bif­reiðum um nokk­urra ára skeið auk þess að þjón­usta alla op­in­bera aðila.

Sig­urður læt­ur vel af orðuveit­ing­unni sjálfri. „Maður mætti á Bessastaði og þar tók for­set­inn á móti okk­ur, bauð okk­ur vel­kom­in og hélt ræðu um orðuveit­ing­una. Við vor­um svo kölluð upp eft­ir staf­rófs­röð, orðan hengd á okk­ur og eft­ir það tekn­ar mynd­ir og skálað í kampa­víni,“ lýs­ir Sig­urður þess­ari ár­legu at­höfn þar sem framúrsk­ar­andi syn­ir og dæt­ur þjóðar­inn­ar að emb­ætt­is­manna yf­ir­sýn hljóta viður­kenn­ingu hvers kyns verka sinna eða at­hafna.

Í ranni forsetans, orðuhafar ársins 2023, Sigurður fjórði frá vinstri.
Í ranni for­set­ans, orðuhaf­ar árs­ins 2023, Sig­urður fjórði frá vinstri. mbl.is/Ó​ttar

„Þetta byrjaði nú eig­in­lega bara þegar ég var tólf ára, þá smíðaði ég mitt fyrsta út­varps­tæki og svo hélt þetta bara áfram og ég fór að læra þessa iðn sem þá hét út­varps­virkj­un,“ rifjar Sig­urður upp, innt­ur eft­ir upp­hafi síns langa fer­ils en á sín­um tíma var út­varps­virkj­un, nú löngu horf­in grein að nafn­inu til, kennd við Iðnskól­ann í Reykja­vík.

Sveins­próf á Viðtækja­vinnu­stof­unni

Þetta var árið 1956 en Sig­urður er lýðveld­is­barn, fædd­ur árið 1944. „Þá var apparat sem hét Náms­flokk­ar Reykja­vík­ur og þar voru hald­in nám­skeið fyr­ir ung­linga og börn á ferm­ing­ar­aldri. Ég fór á nám­skeið þar tólf ára gam­all og smíðaði þá þetta fyrsta út­varps­tæki og fljót­lega smíðaði ég annað en það var bara á eig­in veg­um, ég sökkti mér niður í þetta,“ seg­ir Sig­urður af áhuga­máli sem hann get­ur illa skýrt hvaðan kom.

Sigurður setur upp sendi á toppi Sukulu á Grænlandi.
Sig­urður set­ur upp sendi á toppi Sukulu á Græn­landi. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það veit ég ekki, eng­inn í minni fjöl­skyldu hafði hundsvit á út­varps­tækj­um nema bara til að hlusta á þau,“ svar­ar hann spurn­ingu um upp­runa út­varps­áhuga síns og hlær við. Hann lauk sveins­prófi í grein­inni eft­ir fjög­urra ára nám á Viðtækja­vinnu­stof­unni sem þá var til húsa á Lauga­vegi 178.

„Ég gæti nú reynd­ar trúað því að það sem hafi kveikt áhuga minn hafi verið að faðir minn var í Flug­björg­un­ar­sveit­inni í Reykja­vík. Hann vann hjá Flug­mála­stjórn og það æxlaðist ein­hvern veg­inn þannig að marg­ir starfs­menn Flug­mála­stjórn­ar gengu í Flug­björg­un­ar­sveit­ina þegar hún var stofnuð 1950. Ég sem krakki fór stund­um með hon­um á æf­ing­ar, hann var bif­véla­virki, reynd­ar ekki með rétt­indi en vann við það, og ég held ég hafi bara heill­ast af því þegar menn voru að prófa þess­ar tal­stöðvar, Flug­björg­un­ar­sveit­in var nú fyrsta björg­un­ar­sveit­in sem eignaðist tal­stöðvar,“ rifjar Sig­urður upp en faðir hans var Hörður Sig­urðsson svo því sé haldið til haga.

Sigurður hífður upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar á jökli og myndin …
Sig­urður hífður upp í þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar á jökli og mynd­in ekki glæ­ný eins og ráða má af far­kost­in­um en viðmæl­and­inn gisk­ar á 1998 eða 2000. Ljós­mynd/​Aðsend

Hundrað kílóa tal­stöð í Bed­ford

Hann kveður ástæðuna fyr­ir þess­ari tal­stöðva­eign Flug­björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar vera þá að marg­ir starfs­manna Flug­mála­stjórn­ar á þeim tíma gengu í sveit­ina, meðal ann­ars þeir sem störfuðu á radíó­verk­stæði henn­ar. „Þar var til mikið af fjar­skipta­tækj­um sem komu frá söl­u­nefnd­inni [söl­u­nefnd varn­ar­liðseigna] og ofan af Kefla­vík­ur­velli, tal­stöðvar og mót­tak­ar­ar úr flug­vél­um og fleira. Þetta var sett í fyrsta bíl Flug­björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar sem pabbi keyrði og ég fór oft með hon­um,“ rifjar Sig­urður upp.

Sú tal­stöð var eng­in vasa­stöð eins og nú tíðkast held­ur var sér­stak­ur tal­stöðvar­klefi í bíln­um, Bed­ford-her­bíl frá því her­inn sett­ist að á Íslandi. Sam­tals veg­ur þessi stöð, send­ir og viðtæk­in rúm­lega hundrað kíló. „Ég hef trú á því að þetta hafi kveikt áhug­ann hjá mér því ég heillaðist af þess­um búnaði,“ viður­kenn­ir Sig­urður og nefn­ir í fram­hald­inu þá skemmti­legu staðreynd að eft­ir að hann tók að safna fjar­skipta­tækj­um hafi hon­um tek­ist að finna öll þessi gömlu tæki frá Flug­björg­un­ar­sveit­inni og sett þau upp á Fjar­skipta­safn­inu aust­ur í Skóga­safni, sem hann hef­ur veg og vanda af.

GSM-sambandi komið á fyrir Kollumúlaskála.
GSM-sam­bandi komið á fyr­ir Kollumúla­skála. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þar er hægt að sjá sögu Flug­björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar í fjar­skipta­búnaði ásamt öðru,“ seg­ir Sig­urður en á safn­inu gef­ur meðal ann­ars að líta einn fjar­skipta­bíl sveit­ar­inn­ar sem hann inn­réttaði á sín­um tíma, en þeir eru þrír í gegn­um tíðina. „Flug­björg­un­ar­sveit­in var stofnuð í fram­hald­inu af því þegar Geys­ir fórst á Vatna­jökli,“ seg­ir Sig­urður af flug­slysi sem vakti gríðarlega at­hygli 14. sept­em­ber 1950 þegar farþega­flug­vél­in Geys­ir TF-RVC fórst á Vatna­jökli á leið heim frá Lúx­em­borg, án farþega en með sex manna áhöfn inn­an­borðs sem öll lifði slysið af.

Þú veður ekk­ert að flug­vél

„Þá var eng­in björg­un­ar­sveit sem sér­hæfði sig í björg­un úr flug­slys­um, þú þarft að vita eitt­hvað um flug­vél­ar þegar þú kem­ur að flug­slysi, til dæm­is hvar höfuðrof­inn er til að taka raf­magn af þeim auk þess að gæta að bens­ínleka, þú veður ekk­ert að flug­vél eins og strönduðu skipi, íkveikju­hætt­an er svo mik­il. Við feng­um þjálf­un í þessu og mark­mið Flug­björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar var að sér­hæfa menn í björg­un á þessu sviði,“ seg­ir Sig­urður frá en hann gekk í sveit­ina átján ára gam­all og er þar enn.

Fjarskiptasambandi komið á í göngunum undir Almannaskarði.
Fjar­skipta­sam­bandi komið á í göng­un­um und­ir Al­manna­sk­arði. Ljós­mynd/​Aðsend

„Núna hef­ur maður bara þann titil að vera lá­v­arður sem kallað er. Við erum skráðir fé­lag­ar áfram en erum ekki á út­kallslista, þó alltaf til­bún­ir að hjálpa til við húsið og búnað og svo­leiðis, en við hlaup­um ekki á fjöll leng­ur, ég er að verða átt­ræður og við erum all­ir á því reki,“ seg­ir hann og hlær við.

Sig­urður hef­ur unnið mikið við að setja upp móður­stöðvar svo­kallaðar fyr­ir lög­reglu og slökkvilið og björg­un­ar­sveit­ir. „Eins og er til dæm­is í vakt­stöð sigl­inga í Skóg­ar­hlíðinni í dag en áður var þetta mjög mikið hjá fé­lög­um og fyr­ir­tækj­um, þau voru þá bara með sína stöð inni á skrif­stofu og gátu talað við sína bíla, ég þjón­ustaði svona búnað hjá fyr­ir­tækj­um, seldi hann, setti hann í bíla og gerði við hann,“ seg­ir Sig­urður af Radíóþjón­ustu Sigga Harðar og starf­semi þar.

Fjallið Háskerðingur og Sigurður í sameiginlegum vetrarham.
Fjallið Háskerðing­ur og Sig­urður í sam­eig­in­leg­um vetr­ar­ham. Ljós­mynd/​Aðsend

Stöðvar á sjö­tíu fjöll­um

End­ur­varps­stöðvar á fjöll­um tóku einnig ríf­leg­an toll af tíma hans svo sem sjá má af mynd­um með þessu viðtali og voru mikið til fyr­ir ýmsa op­in­bera aðila. Á hinn bóg­inn var svo um stöðvar fyr­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar að ræða sem mest var sjálf­boðavinna og ís­lenska ríkið sæmdi Sig­urð verðskuldaðri fálka­orðu fyr­ir.

„Við höf­um sett þær upp á 60-70 fjöll­um á Íslandi og þær eru drifn­ar af sól­inni, með raf­geym­um og sól­ar­sell­um. Þess­ar stöðvar hannaði ég og smíðaði. Ég fékk nátt­úru­lega borgað fyr­ir smíðina og efnið en upp­setn­ing og þjón­usta við þess­ar stöðvar var alltaf sjálf­boðavinna og er það enn,“ seg­ir Sig­urður frá. En hvað fæst hann við nú í bjartri sól eft­ir­launa­ár­anna?

Farið yfir Markarfljót við Laufafell.
Farið yfir Markarfljót við Laufa­fell. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég tek að mér eitt og eitt smá­verk­efni fyr­ir vini og kunn­ingja ef það er eitt­hvað gam­alt og gott sem aðrir vilja ekki sinna en ann­ars er ég nú bara að leika mér eins og maður seg­ir,“ svar­ar Sig­urður. Sá leik­ur er þó að sjálf­sögðu fram­hald ára­tuga­langs ævi­starfs og hef­ur Sig­urður einkum feng­ist við að safna og varðveita göm­ul fjar­skipta­tæki og út­varps­tæki.

„Fyr­ir tveim­ur árum var lang­bylgju­stöðin uppi á Vatns­enda rif­in og það hús átti að verða að safni, það stóð alltaf til, og var búið að safna gíf­ur­legu magni af út­varps­tækj­um þarna inn. Svo kom sú staða upp að ríkið seldi Kópa­vogs­bæ Vatns­enda og húsið var rifið og þá þurfti að bjarga þess­um út­varps­tækj­um sem eru saga Íslend­inga í út­varpi frá því tekið var að senda út út­varps­dag­skrá á land­inu 1926,“ seg­ir Sig­urður og kom þá í hans hlut að bjarga safn­inu frá förg­un ásamt nokkr­um fé­lög­um hans úr sama fagi, hreinsa út úr hús­inu, flokka og koma á vöru­bretti.

Útvarpstæki sem forðað hefur verið frá glötun, þó aðeins brot …
Útvarps­tæki sem forðað hef­ur verið frá glöt­un, þó aðeins brot af safni Sig­urðar svo les­end­ur öðlist ör­litla hug­mynd um um­fangið. Ljós­mynd/​Aðsend

Saga Íslend­inga í út­varps­tækni

„Nú erum við að vinna að því að fara yfir þessi tæki, gera þau sýn­ing­ar­hæf og draum­ur­inn er að koma upp safni í Skóga­safni um sögu Íslend­inga í út­varps­tækni sem nær hundrað árum núna 2026, en ann­ars þegar Rík­is­út­varpið verður hundrað ára 2030. Á meðan ég rak verk­stæðið mitt enduðu líka hjá mér göm­ul fjar­skipta­tæki sem voru að koma úr bíl­um og fleiru og ég geymdi og er nú orðið mjög stórt safn af fjar­skipta­tækj­um, þar er í raun að finna sögu Íslend­inga í tal­stöðvum,“ seg­ir Sig­urður af söfn­un­ar­áhuga sín­um.

Árið 2009 gaf hann Skóga­safni þetta safn og setti það upp þar. „Ég er alltaf þar með ann­an fót­inn að sýsla við safnið, bæta inn í, laga merk­ing­ar og setja hljóð í tal­stöðvarn­ar frá þeim tím­um sem þær voru í gangi, ég á ýms­ar upp­tök­ur og spila í þess­um tækj­um það sem var í gangi á hverj­um tíma,“ seg­ir hann frá.

Í Eldey árið 2008. Sigurður smíðaði utan um myndavél sem …
Í Eld­ey árið 2008. Sig­urður smíðaði utan um mynda­vél sem þar er og þjón­ust­ar hana enn þann dag í dag. Ljós­mynd/​Aðsend

Við nálg­umst enda­lok for­vitni­legs spjalls við fálka­orðuhaf­ann og fjar­skiptagoðsögn­ina Sig­urð Harðar­son. Fjar­skipta­tæk­in sem hann kynnt­ist fyrst sem pjakk­ur hafa vænt­an­lega verið býsna ein­föld miðað við tækni nú­tím­ans?

„Já já, manni finnst ekk­ert varið í þessi tæki í dag, þetta eru bara dauðar plöt­ur og tölvu­búnaður,“ seg­ir Sig­urður og hlær við. „Ég byrja í þessu í lok árs 1960 og ég er svo hepp­inn að meist­ar­inn minn var einn af þeim fyrstu á Íslandi og byrjaði að þjón­usta út­varps­tæki hjá Rík­is­út­varp­inu árið 1930. Hann tók alltaf við þess­um gömlu tækj­um svo ég kynnt­ist tækj­um frá fyrstu dög­um út­varps á Íslandi og fékk að meðhöndla alla flóru tækn­inn­ar frá því áður en ég fædd­ist og til dags­ins í dag,“ seg­ir hann.

Á Drangajökli og óvenjusnjólétt kringum Sigurð miðað við fjölda mynda …
Á Dranga­jökli og óvenjusnjólétt kring­um Sig­urð miðað við fjölda mynda hér á und­an. Ljós­mynd/​Aðsend

Ég veit það ekki...

Margt fleira væri hægt að tína hér til, svo sem mynda­vél­ar sem Sig­urður smíðaði  í heita­vatns­bor­hol­ur auk þess sem hann hef­ur starfað á Græn­landi, í Fær­eyj­um og Nor­egi, meðal ann­ars smíðað búnað fyr­ir norsku lög­regl­una til að tengja sam­an Tetra- og VHF-fjar­skipta­kerfi og sett upp end­ur­varps­stöðvar fyr­ir vinnu­búðir Ístaks víða svo eitt­hvað sé nefnt.

Á leið upp Reykjafjall við Hrafntinnusker, eitt margra tuga fjalla …
Á leið upp Reykja­fjall við Hrafntinnu­sker, eitt margra tuga fjalla sem Sig­urður hef­ur at­hafnað sig á. Ljós­mynd/​Aðsend

En hvað skyldi þá standa upp úr á þess­um ferli öll­um?

„Ég veit það ekki,“ svar­ar Sig­urður eft­ir stutta um­hugs­un, „þetta er búið að vera svo fjölþætt líf hjá mér. Ég hef fengið þessi tæki­færi, að geta smíðað og leikið mér og þróað þenn­an tækja­búnað, ferðast um fjöll og firn­indi við að setja þetta upp, bæði sem tækni­maður og björg­un­ar­sveit­armaður. Eitt af þess­um skemmti­legu verk­efn­um var að setja upp mynda­vél í Eld­ey sem ég smíðaði búnaðinn utan um og þjón­usta enn í dag, reynd­ar í sjálf­boðavinnu. Svo maður hef­ur komið víða við þannig séð,“ seg­ir Sig­urður Harðar­son, Siggi Harðar, að lok­um af æv­in­týra­leg­um út­varps-, fjar­skipta- og björg­un­ar­sveit­ar­ferli sem for­seti Íslands veitti hon­um hina æðstu viður­kenn­ingu fyr­ir um ára­mót­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert