„Við hörmum atburðinn“

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ljósmynd/Facebook

Embætti landlæknis telur að þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja við sjúkling sem lést á sjúkradeild síðla árs 2019 hafi verið verulega ábótavant og ekki í samræmi við fagleg viðmið og viðurkennt verklag.

Þetta kemur fram í áliti sem embættið sendi heilbrigðisstofnuninni fyrir helgi.

Í yfirlýsingu frá HSS um málið kemur fram að framkvæmdastjórn stofnunarinnar líti málið mjög alvarlegum augum.

Munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. Við hörmum atburðinn og hugur okkar er hjá aðstandendum,“ segir þar jafnframt.

Málinu vísað til lögreglu

Sagt var frá því á Vísi í kvöld að talið er að fyrrverandi læknir við stofnunina hafi gerst sekur um röð mistaka við störf sín, meðal annars með því að senda fólk í líknandi meðferð án þess að tilefni væri til.

„Eftir að málið kom upp var strax settur enn meiri kraftur í að bæta verkferla sem snúa að utanumhaldi og eftirfylgni með skjólstæðingum heilbrigðisstofnunarinnar,“ segir í tilkynningunni.

Læknirinn sem bar ábyrgð á meðferðinni var settur í leyfi og lét í kjölfarið af störfum við stofnunina. Jafnframt vísaði HSS umræddu máli til lögreglu, eins og kom fram á mbl.is í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert