Byrjunarlið Íslands: Tveir kantmenn á miðjunni

Jóhann Berg Guðmundsson er fyrirliði og byrjar á miðjunni.
Jóhann Berg Guðmundsson er fyrirliði og byrjar á miðjunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, hefur opinberað byrjunarlið sitt gegn Bosníu. Leikurinn er sá fyrsti í undankeppni EM 2024. Leikið er í Zenica og er flautað til leiks 19:45.

Athygli vekur að kantmennirnir Arnór Ingvi Traustason og Jóhann Berg Guðmundsson leika báðir í þriggja manna miðju. Jóhann hefur leyst stöðuna vel með Burnley í ensku B-deildinni undanfarnar vikur.

Jóhann er fyrirliði í kvöld, í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar. 

Byrjunarlið Íslands:

Mark: Rúnar Alex Rúnarsson.

Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson, Daníel Leó Grétarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Davíð Kristján Ólafsson.

Miðja: Arnór Ingvi Traustason, Jóhann Berg Guðmundsson, Hákon Arnar Haraldsson.

Sókn: Arnór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason, Jón Dagur Þorsteinsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert