Segir Jota ekki eiga skilið sæti í byrjunarliðinu

Diogo Jota hefur farið vel af stað með Liverpool.
Diogo Jota hefur farið vel af stað með Liverpool. AFP

Diogo Jota hefur farið afar vel af stað með enska knattspyrnuliðinu Liverpool. Hefur Portúgalinn skorað í síðustu tveimur leikjum og þrjú mörk alls síðan hann kom til félagsins frá Wolves fyrir leiktíðina. 

Þrátt fyrir það segir John Barnes, sem lék með Liverpool frá 1987 til 1997, að Portúgalinn eigi ekki skilið byrjunarliðssæti hjá liðinu. 

„Eins og er finnst mér Jota ekki eiga skilið að vera valinn fram yfir Salah, Firmino og Mané, en ef hann heldur áfram að spila eins og hann hefur verið að gera mun hann setja pressu á þá. Hann hefur komið vel inn í liðið og er betri kostur en Xherdan Shaqiri og Divock Origi,“ sagði Barnes við BonusCodeBets. 

„Það skiptir engu þótt Liverpool greiddi 45 milljónir fyrir Jota, hann á ekki skilið byrjunarliðssæti vegna þess. Kaupverðið á honum skiptir engu máli,“ bætti Barnes við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert