Ungverjar náðu í stig í London

John Stones og Raheem Sterling fagna marki Stones í kvöld.
John Stones og Raheem Sterling fagna marki Stones í kvöld. AFP

England og Ungverjaland gerðu 1:1 jafntefli í I-riðli undankeppni HM karla í knattspyrnu í kvöld.

Þegar tvær umferðir eru eftir eru Englendingar líklegir til að komast á HM en eru ekki öruggir. Leikur Albaníu og Póllands stendur enn yfir en þar er Pólland 1:0 yfir. Leiknum virðist hafa seinkað af einhverjum ástæðum en um fimm mínútur eru eftir. 

Verði það úrslitin yrði Pólland með 17 stig, þremur á eftir Englandi. Albanía yrði þá áfram með 15 stig í þriðja sæti. 

Roland Sallai kom Ungverjum yfir á 24. mínútu með marki úr vítaspyrnu en John Stones jafnaði á 37. mínútu. 

Andorra verður ekki í neðsta sæti í riðlinum í þessari undankeppni. Liðið hefur nú unnið aðra smáþjóð tvívegis í undankeppninni. Andorra fór til San Marínó og vann 3:0 í kvöld. 

Úrslit kvöldsins: 

A-RIÐILL:
Portúgal – Lúxemborg 5:0
Serbía – Aserbaídsjan 3:1
Staðan:
Serbía 17, Portúgal 16, Lúxemborg 6, Írland 5, Aserbaídsjan 1.

B-RIÐILL:
Kósovó – Georgía 1:2
Svíþjóð – Grikkland 2:0
Staðan:
Svíþjóð 15, Spánn 13, Grikkland 9, Kósovó 4, Georgía 4.

C-RIÐILL:
Búlgaría – N-Írland 2:1
Litháen – Sviss 0:4
Staðan:
Ítalía 14, Sviss 14, Búlgaría 8, N-Írland 5, Litháen 3.


D-RIÐILL:
Kasaktstan – Finnland 0:2
Úkraína – Bosnía 1:1
Staðan:
Frakkland 12, Úkraína 9, Finnland 8, Bosnía 7, Kasaktstan 3.

F-RIÐILL:
Danmörk – Austurríki 1:0
Færeyjar – Skotland 0:1
Ísrael – Moldóva 2:1
Staðan:
Danmörk 24, Skotland 17, Ísrael 13, Austurríki 10, Færeyjar 4, Moldóva 1.

I-RIÐILL:
Albanía – Pólland 0:1
England – Ungverjaland 1:1
San Marínó – Andorra 0:3
Staðan:
England 20, Pólland 17, Albanía 15, Ungverjaland 11, Andorra 6, San Marínó 0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert