Íslendinganýlenda á Ítalíu

Andri Fannar Baldursson er einn fjölda íslenskra leikmanna sem er …
Andri Fannar Baldursson er einn fjölda íslenskra leikmanna sem er á mála hjá ítölsku liði. Ljósmynd/Bologna

Það hefur verið merkilegt að fylgjast með þeim fjölda karlkyns knattspyrnumanna sem hafa lagt land undir fót og gengið til liðs við ítölsk félög.

Á síðustu vikum hefur talsvert bæst í hópinn þar sem Hjörtur Hermannsson samdi við Pisa og Brynjar Ingi Bjarnason og Þórir Jóhann Helgason gengu til liðs við Lecce.

Enn bætist svo í unglingaliðin á Ítalíu því Jakob Franz Pálsson fór nýverið frá Þór á Akureyri til Venezia og Birkir Jakob Jónsson gekk til liðs við Atalanta frá Breiðabliki.

Mér telst til að alls séu nú 15 íslenskir karlar að spila á Ítalíu, þar af níu með meistaraflokki, þó Mikael Egill Ellertsson hjá SPAL sé farinn að banka allhressilega á dyrnar hjá aðalliðinu. Einhverjir þessara 15 leikmanna eru væntanlega á förum frá félögum sínum í sumar.

Bakvörðinn má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert