Innlent

Á­rásar­maðurinn úr­skurðaður í tveggja vikna gæslu­varð­hald

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Myndband af líkamsárásinni var birt á Facebook-síðu bardagakappans um helgina. Þar var hún í birtingu í vel á annan sólarhring áður en hún var fjarlægð.
Myndband af líkamsárásinni var birt á Facebook-síðu bardagakappans um helgina. Þar var hún í birtingu í vel á annan sólarhring áður en hún var fjarlægð.

Maðurinn sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Þetta staðfesti lögreglan við Fréttablaðið fyrr í kvöld.

Maðurinn var handtekinn síðastliðinn sunnudag vegna myndbandsins. Honum var síðar sleppt eftir yfirheyrslu Myndbandið er tveggja og hálfs mínútna langt þar sem maðurinn, sem er bardagaíþróttamaður, sparkar og ber yngri mann.

Tveimur dögum eftir að myndbandið var birt dreifðist annað myndband um internetið eins og eldur um sinu, sem sýnir einhvern kasta því sem virðist vera bensínsprengja í gegn um rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal. Karlmaðurinn, sem birti fyrra myndbandið og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, er sagður búsettur í íbúðinni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst þá í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær. Húsleit var gerð og tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir, annars vegar maðurinn sem um hér ræðir.

Þá hafði lögreglan afskipti af þremur karlmönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi síðdegis í gær vegna rannsóknar málsins. Nokkur viðbúnaður var á vettvangi vegna málsins.

Það var svo síðdegis í dag sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir Ævari Annel Valgarðssyni en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er leitin að honum í tengslum við aðgerðirnar sem raktar hafa verið hér að ofan.


Tengdar fréttir

Húsleit og handtökur vegna bruna, líkamsárása og hótana

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær og seint í gærkvöldi sem lauk með handtöku tveggja karlmanna. Þetta herma heimildir fréttastofu.

Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu

Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×