Ekki með hag knattspyrnunnar að leiðarljósi

Fylkismenn drógu tillögu sína til baka.
Fylkismenn drógu tillögu sína til baka. Eggert Jóhannesson

Þær ákvarðanir sem teknar voru á 75. ársþingi KSÍ um síðustu helgi um lengingu tímabilsins í efstu deild karla voru ekki teknar með hag knattspyrnunnar að leiðarljósi.

Af þeim fjórum tillögum sem voru upphaflega lagðar fyrir þingið fannst mér tillaga Fylkismanna mest heillandi, það er að segja spila þrefalda umferð með tíu liða deild. Þá fannst mér tillaga stjórnar KSÍ um áframhaldandi tólf liða deild, hefðbundna tvöfalda umferð, og auka umferðir fyrir efstu sex liðin og neðstu sex liðin heillandi líka.

Fylkismenn ákváðu hins vegar að draga tillögu sína til baka sem og Skagamenn sem höfðu lagt til tólf liða deild með þrefaldri umferð. Eftir stóð því tillaga KSÍ og tillaga fyrstudeildarliðs Fram um að fjölga liðum í efstu deild úr tólf í fjórtán.

Bakvörð Bjarna má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert