Meistararnir steinlágu fyrir Lazio

Mattia Zaccagni, Luis Alberto og Felipe Anderson voru allir á …
Mattia Zaccagni, Luis Alberto og Felipe Anderson voru allir á skotskónum hjá Lazio í kvöld. AFP/Andreas Solaro

Lazio vann gífurlega öruggan sigur á ríkjandi meisturum AC Milan, 4:0, þegar liðin áttust við í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu karla í kvöld.

Fyrir fram var búist við hörkuleik enda liðin á svipuðum slóðum í deildinni.

Það reyndist þó alls ekki raunin þar sem heimamenn í Lazio léku á als oddi.

Sergej Milinkovic-Savic kom Lazio yfir strax á fjórðu mínútu og skömmu fyrir leikhlé tvöfaldaði Mattia Zaccagni forystuna.

Luis Alberto skoraði úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og Felipe Anderson klykkti svo út með fjórða markinu stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Með sigrinum fór Lazio upp í þriðja sæti deildarinnar þar sem liðið er nú með 37 stig, einu stigi á eftir AC Milan í öðru sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert