Úkraínumenn verða meira en 26 þúsund

Íslenska landsliðið á æfingu á hinum glæsilega Tarczynski-leikvangi í dag, …
Íslenska landsliðið á æfingu á hinum glæsilega Tarczynski-leikvangi í dag, heimavelli Slask Wroclaw. Ljósmynd/Alex Nicodim

Samkvæmt nýjustu upplýsingum er búið að selja 27 þúsund miða á úrslitaleik Úkraínu og Íslands um sæti á EM karla í fótbolta sem fram fer í Wroclaw í Póllandi annað kvöld.

Tarczynski-leikvangurinn í Wroclaw tekur 43 þúsund áhorfendur þannig að ennþá er nóg eftir af miðum á leikinn.

Talið er að íslenskir áhorfendur verði um 500-600 þannig að meira en 26 þúsund Úkraínumenn eru búnir að kaupa miða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert