Barátta ÍSÍ fer ekki fram í fjölmiðlum

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er á meðal fremstu spretthlaupara landsins.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er á meðal fremstu spretthlaupara landsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íþrótta- og ólympíusamband Ísland hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að vera ekki nægilega áberandi í hagsmunabaráttu íþróttahreyfingarinnar.

Andri Stefánsson, sviðsstjóri afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ, segir að hlutirnir séu ekki alveg svona einfaldir.

„Ég er alveg sammála því að það er mjög dapurt að okkar afreksíþróttafólk geti ekki stundað æfingar í sínum íþróttagreinum,“ sagði Andri í samtali við Morgunblaðið.

„ÍSÍ hefur barist fyrir því gagnvart stjórnvöldum að íþróttafólk geti æft og það er búið að leita ýmissa leiða. Það er búið að halda fjölda funda með sérsamböndunum þar sem reynt er að finna lausnir og leiðir í því árferði sem nú er ríkjandi. ÍSÍ hefur hins vegar ekki notað fjölmiðla í sinni baráttu til þess að vinna málin út á við heldur höfum við verið í beinu sambandi við íslensk stjórnvöld.“

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert