Miklu fleiri smitaðir en í vor

Ljósmynd/Landspítalinn/ÞÞ

Nýgengi kórónuveirusmita á hverja 100 þúsund íbúa á Íslandi nálgast 300 og hefur aldrei verið hærri. Í fyrstu bylgjunni fór það hæst í 267,2 þann 1. apríl en er nú 289,1 samkvæmt covid.is. Miðað er við síðustu tvær vikur. Aftur á móti er talan hærri á vef Sóttvarnastofnunar Evrópu eða 299,2. Ísland er áfram í sjöunda sæti yfir þau lönd sem eru með flest smit á 100 þúsund íbúa síðustu 14. daga.

Aldrei hafa jafn margir verið í einangrun á sama tíma og nú eða 1.206. 5. apríl voru 1.096 einstaklingar í einangrun á sama tíma en á þeim degi náðiCovid-19 hámarki í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi. Það þýðir að það eru 110 fleiri smitaðir af kórónuveirunni hér á landi í dag en þegar faraldurinn var í hámarki í fyrstu bylgjunni í mars og apríl.

Annars staðar á Norðurlöndunum eru mun færri smit á hverja 100 þúsund íbúa. Í Danmörku eru þau 96,9, í Svíþjóð 83,8, Finnlandi 52,4 og í Noregi eru þau 36,1.

  1. Tékkland 701,9
  2. Belgía 577,9
  3. Holland 461,4
  4. Frakkland 346,5
  5. Bretland 320,3
  6. Spánn 304,2
  7. Ísland 299,2.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert