Sport

YouTube-stjarnan segist geta unnið Mayweather en Tyson segir hann ekki eiga möguleika

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bardagi Floyds Mayweather og Logans Paul verður afar ójafn segir Mike Tyson.
Bardagi Floyds Mayweather og Logans Paul verður afar ójafn segir Mike Tyson. getty/Cliff Hawkins

Mike Tyson segir að Floyd Mayweather eigi eftir fara illa með YouTube-stjörnuna Logan Paul þegar þeir mætast í boxbardaga í næsta mánuði.

Hinn 44 ára Mayweather hefur unnið alla fimmtíu bardaga sína á ferlinum á meðan Paul tapaði sínum eina, gegn annarri YouTube-stjörnu, KSI, fyrir tveimur árum.

Tyson segir að Paul eigi enga möguleika gegn Mayweather sem eigi eftir að vinna hann örugglega.

„Hann verður laminn í spað,“ sagði Tyson er hann var spurður út í möguleika Pauls gegn Mayweather. Hann hlakkar þó til að fylgjast með bardaganum. „Þetta verður gott,“ sagði Tyson.

Paul er öllu bjartsýnni en Tyson. „Eftir bardagann vil ég ekki heyra neinn segja að eitthvað sé ómögulegt. Ég held ekki bara að ég geti unnið hann. Ég veit ég get unnið hann,“ sagði Paul.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×