Stjörnuspekingur talar um tölvuleikjaspilun

Skjáskot/YouTube/KRS

Stjörnuspekingurinn Kapiel Raaj greinir frá heppilegustu tímum dags fyrir rafíþróttamenn eða almenna tölvuleikjaspilendur til þess að ná árangri í tölvuleikjum.

Kapiel Raaj hefur stundað indverska stjörnuspeki í  mörg ár og má finna fjöldamörg myndbönd á YouTube rásinni hans þar sem hann kennir áhorfendum sínum indverska stjörnuspeki. Eins hefur hann gefið út nokkrar bækur ásamt því að bjóða upp á ýmis konar þjónustu en bækurnar og þjónustuna má finna á vefsíðunni hans.

Stríðsplánetan Mars veitir stuðning í bardagaleikjum

Hann segir klukkuna skipta miklu máli og einnig hvers kyns tölvuleiki er verið að spila. Til að mynda útskýrir hann hvernig það sé heppilegast að spila bardagaleiki eins og Call of Duty, Mortal Kombat eða UFC á þeirri klukkustund sem plánetan Mars stjórnar og að það sé óheppilegra að spila slíka leiki á tíma Satúrnusar.

Raaj nefnir að léttir og skemmtilegir leikir á borð við Mario Kart, þar sem þú getur vissulega náð góðum árangri en séu aðallega fyrir skemmtunina, myndu skila best af sér á tíma Venusar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert