Lægð nálgast landið

Í kvöld nálgast lægð.
Í kvöld nálgast lægð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Suðaustur af landinu er hæð sem er á leið austur. Það verður því hægviðri á sunnanverðu landinu í dag en suðvestan 5-13 m/s norðan- og norðvestanlands. 

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar segir enn fremur að hvassast verði á annesjum. Hiti verði 5 til 12 stig í dag.

Rignir í nótt

Þá nálgast læg landið í kvöld. Með henni verði vaxandi suðaustanátt sunnan- og vestanlands og þá þykkni upp og byrji að rigna í nótt.

Á morgun verði austan strekkingur og rigning eða súld með köflum, en lengst af hægari vindur og þurrt norðaustantil.

Veður­vef­ur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert