Fótbolti

Alfons lagði upp er Bodø/Glimt burstaði Roma | Elías Rafn og félagar björguðu stigi gegn toppliðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfons Sampsted í leik gegn AC Milan í fyrra í Evrópudeildinni.
Alfons Sampsted í leik gegn AC Milan í fyrra í Evrópudeildinni. EPA-EFE/MATTEO BAZZI

Alfons Sampsted lagði upp þriðja mark Bodø/Glimt er liðið vann 6-1 sigur gegn Roma í Sambandsdeild Evrópu og Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í marki Midtjylland gerði 1-1 jafntefli við serbneska liðið Rauðu Stjörnuna í Evrópudeildinni.

Erik Botheim og Patrick Berg komu Bodø/Glimt í tveggja marka forystu á fyrstu tuttugu mínútum leiksins, áður en Carles Perez minnkaði muninn fyrir hálfleik.

Alfons Sampsted lagði upp þriðja mark heimamanna, og annað mark Botheim á 52. mínútu, áður en Ola Solbakken bætti fjórða markinu við.

Amahl Pellegrino breytti stöðunni í 5-1 á 78. mínútu, og Erik Botheim fullkomnaði þrennu sína tveimur mínútum síðar og tryggði norska liðinu 6-1 stórsigur gegn Roma.

Nikolas Dyhr bjargaði stigi fyrir Elías Rafn og félaga í Midtjylland þegar hann jafnaði metin í 1-1 á 78. mínútu, eftir að Mirko Ivanic hafði komið gestunum yfir tuttugu mínútum áður. 

Elías rafn stóð vaktina í marki Midtjylland, en liðið er nú með tvö stig í þriðja sæti F-riðils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×