Blikar styrkja sig

Julio de Assis í leik með Vestra á síðasta tímabili.
Julio de Assis í leik með Vestra á síðasta tímabili. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur samið við angólska landsliðsmanninn Julio de Assis um að leika með karlaliðinu á komandi tímabili.

Karfan.is greinir frá og kveðst hafa heimildir fyrir.

De Assis lék með Vestra í efstu deild, Subway-deildinni, fyrri hluta síðasta tímabils þar sem hann var með 17 stig, níu fráköst og þrjár stoðsendingar að meðaltali í leikjunum 11 sem hann lék fyrir liðið.

Hann er 201 sentimetri á hæð og leikur í stöðu framherja.

Breiðablik leikur í efstu deild á næsta tímabili eftir að hafa haldið sér sannfærandi uppi sem nýliðar á því síðasta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert