Lilja Alfreðs fundaði um stöðuna í skólamálum

Lilja Alfreðsdóttir fundaði með almannavörnum í dag.
Lilja Alfreðsdóttir fundaði með almannavörnum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði í dag með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni almannavarna. 

Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu var farið yfir stöðu skólahalds í haust en engar ákvarðanir voru teknar. 

Enn er óljóst með hvaða hætti skólahald hefst á þessu skólaári en ljóst má vera af fréttum undanfarið að kapp verður lagt á að skólar taki til starfa að nýju að loknu sumarleyfi. 

Verzlunarskóli Íslands hefur meðal annars sagt það óskastöðu að framhaldsskólar fái sambærilegar undanþágur frá reglum um fjöldatakmarkanir og grunnskólar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert