Deildarmeistarar Stjörnunnar fengu bikarinn afhentan

Kolbrún Eir Þorláksdóttir og Ísold Sævarsdóttir lyfta bikarnum í kvöld.
Kolbrún Eir Þorláksdóttir og Ísold Sævarsdóttir lyfta bikarnum í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Stjarnan vann Snæfell, 74:73, í lokaumferð 1. deildar kvenna í körfubolta í Garðabænum í kvöld. Stjarnan hafði þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og fékk bikarinn afhentan í kvöld.

Stjarnan hefur verið besta lið deildarinnar í vetur og vann hana að lokum nokkuð sannfærandi, en liðið endaði sex stigum á undan Þór Akureyri.

Fyrirkomulagið í 1. deild kvenna er þannig að efstu fjögur lið deildarinnar fara í umspil um eitt laust sæti í efstu deild að ári. Stjarnan hefur heimaleikjaréttinn og mætir KR í undanúrslitum umspilsins. Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast svo Þór og Snæfell þar sem Þórsarar hafa heimaleikjaréttinn. Sigurvegarar þessara einvígja mætast svo í úrslitaeinvígi um sætið í efstu deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert