fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Lilja minnist móður sinnar – „Eftir á að hyggja er einhver ofurhetjuljómi yfir henni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. janúar 2022 09:51

Lilja Alfreðsdóttir Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, minnist móður sinnar í dag, Guðnýjar Kristjánsdóttur, en hún lést á aðfangadag. Útfer Guðnýjar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag.

Lilja birtir, ásamt systur sinni, Lindu Rós Alfreðsdóttur, afar falleg minningarorð um Guðnýju, sem lést á aðfangadag eftir stutt veikindi. Hún var fædd 12. ágúst árið 1949.

Guðný ólst upp á Seltjarnarnesi og var elst sex systkina. Hún gekk í Hagaskóla en hóf síðan störf fyrir Samvinnutryggingar. Hún tók þátt í starfi Sambands ungra framsóknarmanna þar sem hún kynntist Alfreð Þorsteinssyni, föður Lilju, en hann lést árið 2020, eftir annasama ævi, en Alferð var meðal annars borgarfulltrúi um langt árabil.

Lilja segir að ofurhetjuljómi hafi leikið um móður sína:

„Hún var af þeirri kynslóð kvenna sem fór fyrst út á vinnumarkaðinn en jafnframt sá hún um heimilið. Eftir á að hyggja er einhver ofurhetjuljómi yfir henni, hvernig hún náði að vinna langa vinnudaga, elda dýrindismat hvert kvöld og í hjáverkum voru saumuð föt, hannaðir grímubúningar, smíðað og flísalagt. Mamma var mjög úrræðagóð og studdi okkur systur ávallt í námi, vinnu og svo hin síðari ár við uppeldi barna okkar. Hún ferðaðist með okkur bæði innanlands og um heim allan; Hong Kong, Kaupmannahöfn, Akureyri, New York, Öræfasveitin, Brussel, Washington DC, Tenerife og Túnis. Hún var dásamlegur ferðafélagi og tilbúin til þess að taka áskorunum um að fara út fyrir þægindarammann. Hún naut þess að borða góðan mat enda listakokkur sjálf. Allt sem hún gerði var af slíkri snilld, að við vildum ávallt að hún myndi stofna fyrirtæki í kringum það – enda ættu fleiri að njóta hæfileika hennar.“

Síðustu samskipti systranna við Guðnýju voru að skipuleggja jólahaldið fyrir síðustu jól. Segja þær að þeim sé á þessari stundu þakklæti efst í huga eftir farsæla ævi móður þeirra.

Greinina má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hera úr leik

Hera úr leik
Fréttir
Í gær

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands
Fréttir
Í gær

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin
Fréttir
Í gær

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi
Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“