Talin hafa banað börnum sínum og svipt sig lífi

Danska lögreglan.
Danska lögreglan. Af vef lögreglunnar á Austur-Jótlandi

Kona er talin hafa orðið tveimur börnum sínum að bana áður en hún framdi sjálfsvíg á heimili þeirra í þorpinu Vejrumbro, austur af borginni Viborg á Jótlandi í Danmörku í gærkvöldi.  

Jim Hansen hjá lögreglunni á Mið- og Vestur-Jótlandi greindi frá þessu.

„Við erum ávallt mjög varkár þegar kemur að því að slá einhverju föstu of snemma og þess vegna rannsökum við málið sem hvert annað morðmál þar sem við skoðum allar kringumstæður. Bráðabirgðarannsókn okkar gefur í skyn að konan banaði líklega börnunum tveimur og virðist síðan hafa framið sjálfsvíg,“ sagði Hansen, að því er danska ríkisútvarpið greindi frá.

Það var nágranni sem kom að konunni og börnunum látnum og lét lögregluna vita. Konan var 49 ára og börnin 11 og 14 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert