fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

Sagði ótrúlega sögu af umboðsmanni Maguire sem fór á bak við hann – „Ég bað hann um að hinkra“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 13:49

Deeney furðaði sig á mörgum ósvöruðum símtölum frá umboðsmanni Maguire / Samsett mynd: GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enski fram­herjinn Troy Deen­ey, nú­verandi leik­maður enska B-deildar liðsins Birming­ham City segist árið 2020 hafa fengið sím­tal frá reiðum um­boðs­manni Harry Maguire, varnar­manni Manchester United en sá var ó­á­nægður með um­mæli sem Deen­ey lét falla í spjall­þætti á talk­SPORT um þá­verandi á­stand Manchester United.

Deen­ey, sem á þessum tíma var á mála hjá Wat­ford, greindi frá mála­vendingunum hjá talk­SPORT á dögunum en eftir að hægjast fór á ferlinum hjá Deen­ey hóf hann að taka að sér hlut­verk sér­fræðings í tengslum við knatt­spyrnu.

Árið 2020 hafði Manchester United átt í erfið­leikum undir stjórn Ole Gunnar Sol­skjær og höfðu hann og miðju­maður liðsins Paul Pogba fengið á sig mikla gagn­rýni. Á þeim tíma furðaði Deen­ey sig á því að aðrir leik­menn Manchester United virtust sleppa frá gagn­rýni.

„Þegar að ég var hjá Wat­ford fékk ég sím­tal frá um­boðs­manni Maguire,“ sagði Deen­ey í hlað­varps­þættinum Foz­cast, sem er í um­sjón fyrrum mark­mannsins Ben Foster. „Ég hafði verið að tjá mig um Manchester United á talk­SPORT og leið­togana þar og hvernig leið­toga­hlut­verkið væri ekki að­eins bundið við Paul Pogba en hann hafði verið að fá á sig mestu gagn­rýnina á þeim tíma.

Í þessari um­ræðu hafi Deen­ey bent á hlut­verk Harry Maguire og David de Gea í leik­manna­hópi Manchester United.

„Af hverju þessir reynslu­miklu leik­menn væru að sleppa við gagn­rýni en ekki Pogba. Það var það eina sem ég sagði.“

Eftir um­mælin hjá talk­SPORT fór Deen­ey á æfingu með Wat­ford og þá tók síminn hans að hringja nokkrum sinnum og alltaf var það sama númerið að reyna ná á hann.

„Ég hugsa að eitt­hvað slæmt gæti hafa átt sér stað og svara á endanum og á hinu­megin á línunni var um­boðs­maður Harry Maguire að segja mér að ég gæti ekki látið hafa svona um­mæli eftir mér.“

Deen­ey ætti ekki að segja svona hluti því hann myndi aldrei segja þetta við Maguire sjálfan.

„Ég sagði honum að ég myndi segja þetta við Maguire sjálfan. Ég bað hann um að hinkra því ég var með númerið hans í síma­skránni minni, svo hringdi ég í hann.“

Deen­ey til undrunar kom í ljós að Maguire hafði ekki hug­mynd um að um­boðs­maður sinn hefði hring í Deen­ey og lesið honum pistilinn.

Sögu Deen­ey má hlusta á og horfa á hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Endar Jordan Pickford í London í sumar?

Endar Jordan Pickford í London í sumar?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld
433Sport
Í gær

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu
433Sport
Í gær

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið