Búa sig undir sprengingu eftir Covid

Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, segir samtökin búa sig undir mikla fjölgun skjólstæðinga, jafnvel sprengingu, þegar Covid-tímabilinu lýkur. Einar var gestur í þættinum Dagmálum og ræddi þar stöðuna eftir þetta mjög svo sérstaka ár og næstu áherslur sem huga þarf að fyrir SÁÁ.

Einar hefur verið formaður SÁÁ í átta mánuði og hefur starfið verið mjög krefjandi á sóttvarnatímum. Starfsemi göngudeildar samtakanna hefur þurft að taka mið af því og að sama skapi sjúkrahúsið Vogur.

Formaður SÁÁ telur afar brýnt að huga meira að félagslegum úrræðum þegar fólk hefur lokið meðferð og hann telur það mikilvægt að fólk geti leitað í slík úrræði til að auka líkur á bata.

Framtíðarsýn hans er að sjúkrahús samtakanna verði á Kjalarnesi, við hliðina á meðferðarheimilinu Vík. Hann bendir þó á að forsenda þess að það geti gerst sé bygging Sundabrautar.

Viðtalið við Einar Hermannsson er aðgengilegt fyrir áskrifendur hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert