Dönsk hjón eiga kraftaverkahúsið

Eldgosið hófst á sunnudag, eins og mbl.is greindi frá fyrstur …
Eldgosið hófst á sunnudag, eins og mbl.is greindi frá fyrstur miðla. AFP

Kraftaverkahús, hefur húsið verið kallað sem að minnsta kosti hingað til hefur sloppið við hraunflæði úr sprungunni sem opnaðist á La Palma á sunnudag.

Allt í kring um húsið hefur hraun flætt undanfarna daga og hefur það raunar þegar grandað fleiri en 200 heimilum. Rúmlega sex þúsund manns hafa sömuleiðis þurft að yfirgefa híbýli sín.

Ekkert lát er á hraunstraumnum og vísindamenn vita ekki hve lengi gosið mun vara.

Á myndinni hér að neðan, sem fylgir umfjöllun breska ríkisútvarpsins um málið, má sjá hvar húsið stendur enn.

Það er í eigu danskra eftirlaunaþega, hjónanna Inge og Ranier Cocq, sem samkvæmt umfjöllun spænska dagblaðsins El Mundo hafa ekki lagt leið sína þangað frá upphafi faraldursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert