Fyrrverandi leikmaður Southampton í 11 ára fangelsi

Jhon Viáfara.
Jhon Viáfara. AFP

Kólumbíumaðurinn Jhon Viáfara, fyrrverandi leikmaður knattspyrnuliða á borð við Southampton og Portsmouth, hefur verið dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir að smygla rúmum tveimur tonnum af kókaíni frá heimalandinu til Bandaríkjanna. 

Hinn 42 ára gamli Viáfara var fundinn sekur af dómstólum í Texas, en Viáfara var hluti af glæpagengi sem smyglaði kókaíni frá Kólumbíu til Mexíkó og þaðan til Bandaríkjanna með bátum. Andvirði kókaínsins sem hann smyglaði er um 3,7 milljarðar íslenskra króna. 

Viáfara lék með Portsmouth fyrri hluta tímabilsins 2005/06 og frá Southampton frá 2006 til 2008. Þá lék hann 34 landsleiki fyrir Kólumbíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert