Skagamenn spila í Akraneshöllinni

Erik Sandberg og félagar í ÍA léku innanhúss gegn HK …
Erik Sandberg og félagar í ÍA léku innanhúss gegn HK um síðustu helgi og spila heimaleik innanhúss næsta sunnudag. Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Leikur ÍA og Fylkis í þriðju umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu verður leikinn í Akraneshöllinni á sunnudaginn, ekki á grasvellinum á Akranesi.

Grasið er ekki tilbúið hjá ÍA, frekar en hjá KR og FH, hinum tveimur „grasliðunum“ í deildinni, og því er leikurinn færður inn í höllina.

KR mun spila sinn heimaleik gegn Fram á velli Þróttar í Laugardal en FH-ingar hafa víxlað leikjum við HK og spila því á útivelli gegn Kópavogsliðinu á laugardaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert