fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

900 manns í fyrirtækinu sem Sigurgeir stofnaði misstu vinnuna rétt fyrir jólin – Fyrirtækið er að sameinast félagi Björgólfs

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 6. desember 2021 17:00

Myndin er samsett - Mynd af Björgólfi: GVA - Mynd af Sigurgeiri: Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vishal Garg, forstjóri fyrirtækisins Better Mortgage, boðaði starfsfólk sitt til einhliða Zoom-fundar síðastliðinn miðvikudag. Vishal færði starfsfólki sínu engar gleðifréttir fyrir jólin heldur sagði hann um 900 þeirra upp. Myndband af uppsögninni hefur farið í mikla drefingu á alnetinu og valdið mikilli reiði, bæði meðal starfsmanna og annarra, í garð fyrirtækisins.

„Ég er ekki með svo góðar fréttir,“ sagði Vishal í upphafi símtalsins. „Ef þú ert í þessu símtali þá ertu hluti af óheppna hópnum… þið eruð ekki lengur með starf hjá þessu fyrirtæki, þetta tekur gildi nú þegar.“

Þessi ákvörðun skýtur skökku við í ljósi þess sem Vishal sagði í september á þessu ári. „Eina leiðin til að sjá til þess að starfsfólkið okkar komi vel fram við viðskiptavini okkar er að sjá til þess að við komum vel fram við starfsfólkið okkar.“

Fengu 98 milljarða frá félagi Björgólfs

Viðskiptablaðið fjallaði um málið í dag og vakti athygli á því að Better Mortgage sé að fara að sameinast sérhæfða yfirtökufélaginu Aurora Acquisition, sem leitt er af Novator, fjárfestingafélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar. Sigurgeir Jónsson kom að stofnun Better Mortgage og starfar þar nú sem yfirmaður fjármálamarkaða. Sigurgeir og Björgólfur eru frændur.

Í síðustu viku var það tilkynnt að Better fái um 98 milljarða í íslenskum krónum frá yfirtökufélaginu Aurora þegar í stað. Better fékk þessa milljarða til að renna stoðum undir frekari vöxt fyrirtækisins en einnig til að styrkja efnahagsreikninginn. Þessir milljarðar dugðu þó greinilega ekki til að halda þessum hundruðum starfsfólks í vinnu yfir jólin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram