Haukar fóru illa með Breiðablik

Bríet Sif Hinriksdóttir átti góðan leik fyrir Hauka.
Bríet Sif Hinriksdóttir átti góðan leik fyrir Hauka. mbl.is/Óttar Geirsson

Haukar unnu afar öruggan 97:70-útisigur á Breiðabliki í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Staðan í hálfleik var 56:37 og var botnlið Breiðabliks ekki líklegt til að jafna í seinni hálfleik og Haukar sigldu þægilegum sigri í hús.

Keira Robinson skoraði 27 stig og tók 9 fráköst hjá Haukum og Bríet Sif Hinriksdóttir bætti við 17 stigum. Michaela Kelly og Isabella Ósk Sigurðardóttir skoruðu 20 hvor fyrir Breiðablik og Isabella tók 10 fráköst.

Haukar eru í fjórða sæti með tíu stig en liðið hefur leikið nokkrum leikjum færra en flest lið deildarinnar vegna þátttöku í Evrópukeppni fyrr í vetur. Breiðablik er á botninum með fjögur stig.

Smárinn, Subway deild kvenna, 23. janúar 2022.

Gangur leiksins:: 5:6, 12:17, 16:25, 19:30, 23:40, 27:46, 31:53, 37:56, 40:61, 45:67, 47:76, 50:81, 52:85, 59:90, 66:95, 70:97.

Breiðablik: Michaela Lynn Kelly 20/6 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 20/10 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 15/4 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 10, Iva Georgieva 3/5 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 9 í sókn.

Haukar: Keira Breeanne Robinson 27/9 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 17/4 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 15/5 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 10/5 fráköst/6 stoðsendingar, Lovísa Björt Henningsdóttir 10/5 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 8/4 fráköst, Helena Sverrisdóttir 5/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sólrún Inga Gísladóttir 5/4 fráköst.

Fráköst: 37 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Bjarni Rúnar Lárusson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert