Íslenski boltinn

Samdi við Val og skoraði á móti KR í fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haley Lanier Berg var fljót að opna markareikning sinn á Hlíðarenda.
Haley Lanier Berg var fljót að opna markareikning sinn á Hlíðarenda. Instagram/@valurfotbolti

Haley Lanier Berg spilar með Valskonum í Bestu deild kvenna í sumar og hún var ekki lengi að koma sér á blað.

Íslandsmeistararnir sáu þessa 24 ára gömlu bandarísku stelpu opna markareikninginn sinn strax í fyrsta hálfleik í fyrsta leiknum.

Haley lék sinn fyrsta leik með Val á móti KR í Lengjubikarnum og var búin að skora eftir aðeins nítján mínútna leik.

Valur var 1-0 yfir í hálfleik en vann svo seinni hálfleikinn 7-1 þar sem þær Bryndís Arna Níelsdóttir (3 mörk), Anna Rakel Pétursdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir, Ásdís Karen Halldórsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir voru á skotskónum.

Haley Berg kemur til Valsliðins frrá frá Nordsjælland í Danmörku þar sem hún lék í fyrra en áður var hún á mála hjá Houston Dash í bandarísku atvinnumannadeildinni.

„Haley er klókur leikmaður sem getur leyst margar stöður framarlega á vellinum,“ segir í fréttum um hana á miðlum Vals.

Haley er fædd í Texas fylki í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×