Útskrifaður úr meðferð

Steven Tyler er útskrifaður.
Steven Tyler er útskrifaður. AFP

Steven Tyler, aðalsöngvari hljómsveitarinnar Aerosmith, er útskrifaður úr meðferð. Samkvæmt talsmanni sveitarinnar gekk allt vel hjá Tyler.

Greint var frá því í lok maí að Aerosmith neyddist til að fresta tónleikum sínum í Las Vegas vegna þess að Tyler þyrfti að fara í meðferð. Hann hafi fallið eftir áralanga edrúmennsku þegar hann fékk sterk verkjalyf uppáskrifuð vegna aðgerðar sem hann var í. 

Tyler fór sjálfviljugur í meðferð og var lengur en 30 daga í henni. 

„Það gengur mjög vel hjá honum og hann hlakkar til þess að stíga aftur á sviðið,“ sagði talsmaður hljómsveitarinnar við People

Hljómsveitin þurfti að fresta tónleikum sem fyrirhugaðir voru í júní og júlí en stefna á að halda sig við dagsetningar í september.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler